föstudagur, júní 21, 2002

Nú er ég í einu af mínu „skyndifríum“ þ.e. þegar ég er búinn að sætta mig við að vera að vinna en er svo sendur heim af því að hótelstjórinn vill ekki spandera of miklu kaupi í staffið. Ég skil alveg það viðhorf stjórans og mér finnst mas frábært að vera í fríi (ólíkt vinnufélögum mínum sem fá vöðvakippi ef þau eru í fríi í lengur en 1 dag, fávitar) en mér finnst nú að hann ætti að geta skipulagt sig betur. Merkilegt hvað óskipulagt fólk kemst langt, ef þið sæuð herbergið mitt mynduð þið komast að þeirri niðurstöðu að ég ætti að vera forstjóri. Anyways það sem ég ætlaði að segja var að skyndifrí er í raun verra en ekkert frí því maður getur ekki skipulagt neitt til að gera, boðað komu sína í samkvæmi o.s.frv. (sum partí eru jafnvel ekki haldin sökum fjarveru minnar gæti ég best trúað) en aftur á móti man stjóri alveg hverjir fá frí.

„Bíddu, þú varst í fríi í fyrradag var það ekki?“

„Jú eftir hádegi!!“

„Og er það ekki frí??“

„En Gunni var í fríi í 2 daga um síðustu helgi, ég hef unnið allar helgar síðan við byrjuðum...“

„Enga ósanngirni vinur.“

miðvikudagur, júní 19, 2002

If I were a Dead Russian Composer, I would be Pyotr Chaikovsky.

I AM the Real Chaikovsky! Considered by most Westerners to be the greatest Russian composer of all, most late 19th Century Russians think I'm actually too Westernized in my musical tendencies. Despite this criticism, as well as the flak I had to take for my preference of Y-chromosomes, my ballets "The Nutcracker" and "Swan Lake" are upheld as among the greatest and most popular pieces of all time.

Who would you be?

Enn skrifa ég og enn með fyrirvara um hugsanlegt frum eða síðeðli bloggsins, þ.e. að þetta gæti verið síðasta blogg sinnar tegundar.


Síðustu daga hef ég verið á nýja vinnustað mínum Valhöll á Þingvöllum. Einmitt hugsið þið sem hafið verið að reyna að hringja í mig undanfarna daga, þess vegna hefur ekki náðst á Sverri! Það er a.m.k. nóg að gera þar og samkvæmt íslenskum stöðlum er það forsenda lífshamingjunnar að hafa nóg að gera sbr. spurninguna: „Er ekki alltaf nóg að gera?“ Sem er í svo aftur spurningin: „Finnurðu lífshamingjuna bærast innra með þér?“ í dulbúningi.


Síðustu dagar hafa verið í meira lagi sérstakir en ég var svo heppinn að vera í fríi þessa rosalegu sumardaga, fór mas á ðe bídsj og allt saman. Hitinn í borginni var í loftinu sem og fólkinu. Nú bíð ég bara eftir að vofu Ceacescu hjónanna (Kann e-r að skrifa þetta í alvörunni?) verði boðið í opinbera heimsókn svona til að toppa þetta allt saman.


Ég lenti í því að það var traðkað á tjáningarfrelsi mínu og friðhelgi einkalífs eins og svo margir aðrir um síðustu helgi. Ég hafði fest upp svona Falun Gong fána í bílnum mínum og svo lagt honum á svæði sem svo varð að öryggissvæði ætlað til þess að Zemin og hörundsára fylgdarliðið færi ekki í fýlu. Hugsanlega gerði ég þetta alveg viljandi. Nema hvað að þegar svæðið er að verða öryggissvæði þá sé ég að löggan er e-ð að bisa við bílinn og er komin með dráttarbíl og allar græjur. Ég fer og athuga málið og er spurður hvort ég sé eigandi bílsins sem ég játa. Þá segir lögregluþjónninn:„Annaðhvort fjarlægir þú fánann eða að ég fjarlægi bílinn.“ Ég innti manninn eftir rökstuðningi sem var eitthvað á þá leið að hann réði en ekki ég, frábært. Ég gerði honum grein fyrir því að mér þætti þetta brot á stjórnarskrárbundnum rétti mínum til tjáningarfrelsis og bað hann að íhuga hvort ekki stefndi í óefni þegar skoðanir almennings væru álitnar hættulegar af ríkinu. Þetta túlkaði lögreglumaðurinn heimski (nr. 8801) sem ögrun og undanbrögð. Í þágu friðar og skort á vilja til að láta draga bílinn minn fjarlægði ég fánann. Vinnuveitanda mínum og samstarfsfólki fannst hegðun mín óskynsamleg en hvernig er það með skynsemi á landamærum skynseminnar? Hver er skynsamur í óskynsömu samfélagi; sá hlýðni og skynsami eða sá óhlýðni og óskynsami? Ég bara spyr. En svona rétt í lokinn vil ég myndskreyta með link,mynd af mér.

miðvikudagur, júní 05, 2002

Ok sko mig hefur alltaf langað svo mikið til að blogga en mér vex aftur á móti svo í augum að þurfa að hanna svona síðu svo ég bið lesendur (ef einhverjir verða) að hafa þolinmæðina á takteinum meðan sjálfsmiðillinn er lesinn.
Eitt sem er ótækt að minnast á nema með bloggi er málefni annarra bloggara. Það er bara eitthvað svo ómerkilegt að ræða bloggara í raunheimum nema bloggið komi raunheimum þeim mun meira við. Þeir menningar- og gáfutvibbarnir ámi ja og nafni minn eru svo fyndnir bloggarar af því að þeir blogga bara sín á milli og minnast helst alltaf á sinn betri helming í öllum bloggum. Þekkja þeir engann annan eða?