Svo virðist vera sem stríð sé komið á en Bragi hefur nú slegið við meti mínu (c.a. 6200 stig) í tunglleiknum góða og náði hann rúmum einum þúsundi stigum meira. Ég mun nú eyða því sem eftir lifir dags í að ná yfir 7.000 stiga múrinn og helst eitthvað betur en það. Reynda má geta þess að þeir bestu eru með í kringum 17.000 stig. Eini leikurinn sem ég til mig geta náð 17.000 eitthvað í væri hugsanlega golf og þá högg en ekki stig.
Annars vil ég fá að skerpa á þeirri staðreynd að Bragi Valdimar er ekki nema hænufeti frá þvi að vera haldinn snilligáfu, óværu sem eingöngu leggst á hina fáu og ólánssömu. Þessi tilvitnun kemur úr smiðju hans og er æði fyndin en dæmi hver fyrir sig (að því gefnu að einhver lesi þetta). Tilurð þessa bréfkorns bar til um þær mundir er finna átti nafn á Þjóðernissósíalistaflokk Þýskalands. Skyldi „Nazi“ vera „Þjósi“ á íslensku?
"Hermann minn, þú ert alltaf svo sniðugur - geturðu ekki fundið eitthvað svona 'inn, hipp og happening' nafn á smá pródjekt sem ég er að starta? - þetta er svona karlaklúbbur - við ætlum að byrja á því að spila RISk og sjá svo bara til hvað gerist - kv, Adolf."
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home