mánudagur, júlí 15, 2002

Tilvitnun dagsins er tvímælalaust eignuð Sigurði Hólm Gunnarssyni (Shogun) þar sem hann var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 á vegum Siðmenntar: „Ég hafði, eins og yfirleitt, mest gaman af Norðmönnunum.“ Þar hafið þið það og segir það allt um SHG sem segja þarf.


Reyndar eru Norðmenn ekki alslæmir og vonandi eru þeir sammála mér sem sáu Þegar ég sá Jesús ágæta kvikmynd sem sýnd var á laugardagskvöldið. Lítill strákur í norskri sveit tekst á við lífið og sannleikann í yfirvofandi heimsstyrjöld og merkir endalok æsku sinnar við daginn sem klukkan á veggnum stoppaði.


Mér er skapi næst að gera alvarleika, þunga og svartnætti lífsins að ákaflega eftirsóttum eiginleikum. Mér til fulltingis mun ég ráða besta markaðsfólk í heimi og í sameiningu munum við gera ofangreinda eiginleika hipp, kúl og umfram allt vinsæla. Þetta verður svona existentíalísk Britney Spears styrkt af hugmyndasetri Nietzsches í samvinnu við Goth samband Íslands (GSí). Þegar þetta verður, þá mun útfararherbergið á Celtic Cross öðlast vinsældir sem aldrei fyrr og Kaupfélagið mun heita „Café Grimmd“ með undirtitlinum „Örlög hins eigingjarna samfélags (einfélags)“. Mikið hlakka ég til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home