fimmtudagur, október 24, 2002

Eitthvað verð ég nú að fara gera fyrir þennan sjálfsmiðil minn. Þetta er ekki nema skömm að sjá þetta og ég fæ undantekningalaust minnimáttarkennd við að sjá önnur blogg (þó ekki innihaldsins vegna því margur heldur sig skemmtilegan bloggara en..) nánast sama hvað er. Ég er kominn með snert af nördabakteríu eftir forritunarverkefni síðustu vikna, ætli maður fari ekki að fikta e-ð í HTML eða slíku. Á annars ekki að vera hægt að nota Java voða mikið með svona heimasíðum eða yrði ég mér kannski til skammar ef ég notaði mína takmörkuðu þekkingu til þess arna? Nei er ekki nördasamfélagið rosa possí og faðmandi? Svona alltumlykjandi bleik hlýja eða er það bara vinkona mín katrín.is sem ég heilsa á hverjum degi en tala aldrei við sem er svoleiðis?
Mér finnst nú ekki langt síðan síðasta helgi var svo ég leyfi mér að tala um hana sem mánudagur væri. Hún var geðveikt bissí og ég hafði vart undan að vera úti á airwawes partíum og tónleikum og hvaðeina. Ég ræð eiginlega ekki við svona langtíma djamm lengur... svo er ég líka orðinn svo gráhærður að ég skammast mín að fara út á meðal fólks. Það er þó ekki seinna vænna að koma sér í æfingu fyrir jólin en ég er einmitt búinn að brugga nóg til að vera rallandi fullur frá morgni til kvölds allt jólafríið. mmmmm kaffi og koníak í öll mál og rauðvín í desert, jólin eru sko uppáhaldið mitt. En eníveís, erveivs voru svona upp og ofan en eitt er þó víst að sigurvegarar kúlsins voru tvímælalaust The Rapture, NY pönk unglingar með brennandi áhuga á House tónlist. Ég fyrir mitt leyti gæti ekki fundið það betra! Ikea pönkararnir komu sáu og sveifluðu mæknum en ekki mikið meira en það, það er eitthvað ekki kúl við að vera með vel æfða mæk-sveiflu. Rapture-1:Hives-0.