þriðjudagur, desember 10, 2002

Ekki get ég orða bundist. Það er margt í þessari umhverfisumræðu sem er skrýtið, fyndið og hrein og beint absúrd. Skemmtileg paródía á þjóðfélagið hér í N-Atlantshafi.
Síðasta innlegg á Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar sem heldur því blákalt fram að það sé ólýðræðislegt að gagnrýna og jafnvel standa í vegi fyrir því sem Alþingi hefur samþykkt. Ef það er að mati stjórnar Landsvirkjunar allt í einu orðið birtingarform lýðræðisskorts að gagnrýna stjórnvöld þá held ég að þeir ættu að fara að hugsa sinn gang og íhuga að flytja til lands sem væri meira þeim að skapi. Ég gæti hiklaust mælt með Kína, þar er greinilega stjórnarfar sem er þeim að skapi enda að öllum líkindum engin tilviljun að félagar LSV í OR er kominn í hörku bissness þar í landi, Peking nánar tiltekið. Svo eru líka reist umdeild virkjunarmannvirki þar í landi til að búa til uppistöðulón á stærð við Lúxemborg þar sem rýma þarf borgir tvisvar sinnum fjölmennari en Lúxemborg til að rýma fyrir vatnsflaumnum. Allt mjög áhugavert.


En aftur að máli dagsins. Jóhannes Geir hefur greinilega enga reynslu af lýðræði og lýðræðislegum stjórnarháttum enda eflaust góður og gegn Sjalli. Hann ætti því að innrita sig í Lífsleikni í næsta framhaldsskóla og kannski taka Stjórnmálafræði 103 í leiðinni fyrst hann er kominn á svæðið. Ég gæti mælt með mínum gamla skóla MH þar sem Stefán Karlsson guð- og félagsfræðingur útdeilir visku um stjórnmál og gæti eflaust kennt Jóa nokkra hluti um hvað lýðræðisleg umræða er.


Nei heyriði, ég hef endurskoðað hug minn, látum bara alla vitleysu sem Alþingi samþykkir yfir okkur ganga og segjum aldrei múkk um það hvað okkur finnst svo við verðum ekki "ólýðræðisleg" í augum Jóhannesar Geirs. FÁVITI!