Ljúkum hlekkjuðum degi með dálkahöfundi Washington post sem er að velta því sama fyrir sér og ég. Ég veit so sem ekki hvernig þetta er heima en hér í Svíþjóð er ótrúlega mikið fjallað um Isobel fellibylinn og enn sem komið er meintar hræðilegar afleiðingar hans.
Ég hef ekki alveg getað dæmt um það hvort fréttafólk dauðvanti eitthvað að fjalla um eða hvort þetta sé í raun og veru eitthvað sérstakt fyrirbæri? Fellibylir eru svosem ekki neitt nýtt á þessu svæði og ef ég þekki Íslands veður þá mun suðvestur hornið fá smá golu í afgang eftir nokkra daga. Það er ekki nýtt heldur.
Ógn er rosalega vinsælt fréttaefni núna, búum til einhverja frábæra ógn til að ota að fólki og seljum grilljón spónar plötur og límband í leiðinni.
Dálkurinn