Pólitík
Ég hef verið að velta því mikið fyrir mér upp á síðkastið hvort ég ætti að fara að tala um pólitík á þessu vefræksni mínu. Ég hef þó tekið ákvörðun um að fresta ákvörðun. Ég hef bara ekki haft það mikinn áhuga á slíkum málum upp á hið síðasta svo það verður látið kyrrt liggja. Að vísu mætti til sanns vegar færa að ég er í ídeal stöðu til að velta fyrir mér pólitík sitjandi í einu sósíalískasta ríki vestursins. Ég vil benda áhugasömum á vef World Economic Forum nánar tiltekið mat þeirra á samkeppnishæfni landa. Svíþjóð hafnar í 3. sæti hvað varðar hvort um sig samkeppnishæfni landanna og fyrirtækja þeirra. Ísland er eitthvað neðar en fer hækkandi. (Kannski hljómar þetta eins og ég sé að kópíera moggann án þess að vita það.) Merkilegt hvað svona vinstrióríenteruð lönd komast hátt á þessum lista (þótt að USA sé á toppnum).
Er ekki annars alveg ömurlegt að komast ekki í tíma kl. 10 af því að maður var í rúminu? Vell, sjitt happens. Ég skokkaði stóran hring í refsingar og hressingarskyni.