þriðjudagur, janúar 27, 2004

Fyrir jól sat ég nokkra fyrirlestra hjá stofnun hér í Stokkhólmi, SSES eða frumkvöðlaskóla háskólanna í Stokkhólmi. Þeir voru um margt fróðlegir þótt ekki væri nema til að kynnast sænsku athafnalífi eða sjá stærri hluta samfélagsins en bara verkfræðistúdenta. Fyrirlesararnir voru af öllu tagi, stórir reyndir viðskiptamenn, þeir sem aldrei gátu annað en streðað og nokkrir tónar þar á milli. Meðal fyrirlesara var Frederik Hären sem var einn af skemmtilegustu fyrirlesurum sem ég hef setið undir lestri hjá. Að sjálfsögðu las hann ekkert heldur vatt uppúr sér allskyns hugmyndum um allt og ekkert í einhverju einkennilega rökrænu samhengi. Hären er kostulegur bissnessmaður og hefur aðallega unnið í að setja á stofn fyrirtæki sem gera sem minnst ásamt því að græða peninga. Ídeal fyrirtækið að hans mati er póstbox sem fólk sendir peninga í. Eitt af fyrirtækjum hans, interesting.org sérhæfir sig í að koma með flippaðar hugmyndir fyrir önnur fyrirtæki sem vantar eina slíka.
Ein hugmynd eða raunar greining sem hann setti fram vakti athygli mína og síðan hef ég séð merki um að greining hans eigi við rök að styðjast. Nú síðast á wired.com. Hvað sagði svo maðurinn er lesandinn vonandi farinn að spyrja sig?
Jú hann sagði sem svo: Ég var staddur á Indlandi og ræddi við prófessor í viðskiptafræði við háskóla einn og við vorum að ræða alþjóðleg viðskipti þegar vinnuafl Indlands ber á góma. Þegar talað er um að vestræn stórfyrirtæki nýti sér vinnuafla Indlands dettur flestum í hug verkamenn og verksmiðjur. En prófessorinn hafði aðrar hugmyndir um framtíð síns lands. " Við viljum ekki leiðinlegu illa borguðu vinnuna sem ykkar fólk kærir sig ekki um. VIð ætlum okkur að taka yfir skemmtilegu störfin ykkar. Ráðgjafa og upplýsingatækni störfin ásamt hugmyndavinnunni." Sagði prófessorinn góði.
Og jú gott ef það er ekki bara rétt hjá stráknum, stórfyrirtæki vestursins snúa sér til hins ofgáfaða indverska forritara fyrir kannski þriðjung eða fimmtung þess sem amerískur kollegi hans kostar. Þetta eru mikil tíðindi en kannski ekki í fyrsta skipti sem þessi umskipti verða í heiminum, að störf flytjist austur þar sem hægt er að gera þau fyrir minna og jafnvel með meiri gæðum.
Einn annar vinkill er svo til sem athyglisvert væri að reifa, nefnilega stöðu Evrópuhippans, andstæðings alþjóðavæðingar í þessu máli. En það verður að bíða betri tíma.
Kveikjan að því að ég fjalla um þetta nú er greinaflokkur á wired.com sem fyrr greindi.

This weblog entry was posted with Frequency by Brad Rhine.

laugardagur, janúar 24, 2004

Merkileg grein á Kremlar vefnum orðar vel nokkrar hugsanir sem hafa leitað á mig undanfarið hér í Sverige. Hér eru ítök vinstri manna mun sterkari heima og Sósíal Demókratarnir nánasti ættingi Samfylkingarinnar er mun vinstri sinnaðri að mínu mati og þeir hafa valdastöðu á við Sjallann eða jafnvel sterkari. Kjörfylgið liggur öðru hvoru megin við 40%.
En sem sagt það sem gerist þegar ég kem hingað út er að ég fer að hneykslast á hinu og þessu sem Ríkið er með puttana í hérna og sum umræðan hérna þætti bara hreint og beint fáránleg á Íslandi. En svo kemur líka að því að ég fatta að umræðan heima er svo sterkt lituð af rökum hægri manna, frjálshyggju manna, að maður eins og ég sem les bara lókal pólitíkina til að vera viðræðuhæfur hefur fengið að sjá ákaflega einhliða umræðu og yfirleitt er verið að rífast um sama hlutinn. Hversu fáránlegt er það eiginlega þegar sussa flokkur (sussi er sko sænskt slanguryrði yfir sósíal-demókrata) Íslands er allt að því að afsaka of mikinn þátt ríkisins í samfélaginu en svo hefur mér fundist umræða Samfylkingarinnar stundum verið. (Því miður fannst engin beinn rökstuðningur fyrir þessu í heimild í fljótu bragði). Meginþorri Alþingismanna hefur það sem sagt að markmiði, árangurslaust að vísu, að minnka umfang og ítök ríkisins í stað þess að t.d. að beita sér opinberlega fyrir því að tilteknar ríkisþjónustur verði bættar, almenningi og hagsmunum hans til heilla. Slíkt væri að reka upp úlfsvæl með blæðandi sár.
Sumt af því sem hér fer fram er að sjálfsögðu alveg fáránlegt og stundum ofbýður manni hversu háður Svenson (meðal Svíinn) getur verið ríkinu og framtaki þess. En ég hef líka opnað augun fyrir því að sumt af því sem hér er verið að gera er ekki beint verra eða betra heldur bara öðruvísi, að baki liggur önnur hugsun og því er árangurinn metinn á annan hátt.
Ég hef oft velt fyrir mér hvernig SUS fer t.d. að því að halda umræðunni inni á sínum brautum og hafa bolmagn til að halda umræðunni uppi lengi vel. Þetta er vissulega öfundsverður kostur sem mér þætti gaman að sjá Unga Jafnaðarmenn ná. En þá svara ég kannski að hluta til hvernig hægt er að ná svona árangri áreynslulítið í færslu minni 20. jan.

This weblog entry was posted with Frequency by Brad Rhine.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég skildi ekkert í því hvernig leynilesandinn gat haft hugmynd um það að mér er umhugaðra um tvo drykki hér í heimi umfram aðra: kaffi og vískí. Nánar tiltekið mjólkurkaffi og einmöltunga. Svo var það ekki fyrr en núna að mér datt í hug að ég gæti hafa skrifað eitthvað um efnið... eins og t.d. í fyrradag?
Jæja svona gerir maður sér ekki alltaf grein fyrir samhengi hlutanna. En hvað um það, ætla að endurskoða þá kenningu mína að leyni lesandinn hafi verið minn maður í St. Pétursborg heldur er þetta einhver stelpa tengd bróður mínum. Hún varð eiginlega hálf móðguð yfir að ég hefði lagt þann skilning í kortið hennar að við ættum að hittast í kaffi. Aðeins stelpur verða móðgaðar yfir svoleiðis misskilningi held ég.
Í gær var ég að lesa nokkuð merkilegan leiðara í DN um velferðarsamfélagið og fjölmenningarsamfélagið. Þessar samfélagsgerðir hafa einkennt þjóðfélagsumræðu norðurlandann nær alla 20. öldina og fram á okkar daga, fjölmenningarsamfélagið þó ekki að neinu marki fyrr en á 9. áratugnum. En leiddar eru líkur að því að hvort tveggja geti ekki lifað áfram að óbreyttu. Og rökstuðningurinn er nokkuð sannfærandi: velferðarsamfélagið byggði nefnilega á einsleitum hópi sem unnt var að þjóna á einfaldan hátt því þarfirnar voru eins eða líkar en fjölmenningarsamfélagið er að sjálfsögðu mjög langt frá því að vera tákn einsleitni og þarfirnar eru mjög mismunandi. Að sjálfsögðu liggja þarna að baki margar félagslegar hugleiðingar eins og t.d. hversu einsleitt samfélagið hafi í raun verið áður og hvort ákveðnar þarfir hafi ekki þá einfaldlega verið sniðgengnar og því er ekki að neita að frávik frá norminu voru fátíð vegna þess hversu illa þau voru séð og að alþjóðlegir straumar takmörkuðust við Evrópu punktur basta. En það breytir því ekki að samfélagið var þannig mun meðfærilegra og einsleitara og þ.a.l. ódýrara fyrir ríkið að þjónusta það.
Verður mér þá að sjálfsögðu hugsað heim og spyr mig hvort það gildi líka þar sem hér var reifað. Jú en þá eru Íslendingar enn í þeirri stöðu að alþjóðavæðingin er helsta sprautan í fjölmenningarsamfélagið, það eru íslenskir ríkisborgarar sem eru duglegastir að flytja heiminn heim ef svo mætti að orði komast en þáttur innflytjenda er mun minni. Sumpart vegna þess að algerrar aðlögunar að íslensku samfélagi er krafist sumpart vegna þess hve innflytjendur tóku seint að koma til Íslands. Þess vegna ætti okkur að vera ljóst að það eru ekki innflytjendur einir sem breyta samfélaginu í átt að einstaklingsmiðaðra og fjölbreyttara samfélagi heldur eru það straumar dagsins, tíðarandinn. En hvort allir munu átta sig á þessu þegar fram líða stundir er ég ekki viss, amk eru til grínarar á borð við Framfaraflokk Íslands sem munu seint kaupa þessa röksemd.
En eftir stendur spurningin: Þar sem að tímanum verðu ekki snúið við og þess vegna munum við seint leita aftur í hið einsleita samfélagsform byggt á þjóðerni; hvað verður þá um velferðarsamfélagið? Og eftir hvaða leiðum verðum við að fara til að varðveita það ef það er vilji okkar?

This weblog entry was posted with Frequency by Brad Rhine.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Leyni og pólitík

Nú hefur leyni-lesandinn boðið mér kaffibolla í netkorti. En ætli honum verði kápan úr því klæðinu eða henni því viðkomandi skrifar undir nafninu Hugadóttir. Eftir ítarlega rannsóknarvinnu hef ég komist að því að nafnið er leyninafn og að viðkomandi gæti verið mjög nálægt mér í heiminum, jafnvel rétt hinum megin við Eystrasaltið. Það er erfitt að fara í kaffi þangað.

Nú er það ekkert launungarmál og raunar almannarómur að netútgáfa Moggans hafi farið hríðversnandi allt síðan minni heittelskuðu var sagt upp á þeirri deild en hins vegar hefur hróður Fólksins (í fréttum), dægurmenningarsíður og sérblað Moggans, aukist til muna eftir að hún hóf störf þar. En hefur einhver annar tekið eftir því hversu auðveldlega ályktanir SUS rata á mbl.is ? Það eru nú fá samtökin sem þykja eiga svo mikla athygli skylda að hver ályktun eða skoðun sem er samþykkt í hádeginu er komin á forsíðu netmoggans uppúr kaffinu. Það skyldi ekki vera að einhver SUS-ari sé að hamra á takka netblaðsins góða.

Erfiðleikar og athugasemdir varðandi athugasemdakerfi

Ég er orðinn svo frægur að eiga leyni-lesanda sem gerði athugasemdir við bloggið mitt en þó aðallega um hið ytra byrði en minna um innihaldið. Ég lít þó svo á að innihaldið sé viðkomandi þóknanlegt (þá sjaldan ég skrifa) þar sem engar athugasemdir þar að lútandi komu fram.
Ég barasta veit ekki hvað gerðist með íslensku stafina í síðustu færslu, þar síðasta færsla er í góðum málum og hefur engu verið breytt þar milli nema hvað að 6 vikur liðu. Þessu verður kippt í liðinn sem fyrst.
Mér var líka bent á að ég ætti kannski að fá mér athugasemda kerfi og er það ekki í fyrsta sinn sem sú athugasemd berst. Einna fyrstur var bróðir minn sem kvað upp þann dóm að blogg án athugasemda kerfi væri bara hálft blogg ef þá blogg yfir höfuð. Og já ég hef svo sem velt þessu fyrir mér nokkrum sinnum. Málið er þó það að mér er ekkert í mun að mitt blogg verði neitt lýðræðislegt og að hver sem er geti komið sínum athugasemdum á framfæri í gegnum það. Við bíðum og sjáum til, málið hefur ekki verið sett af en er í hugar meltingu.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Eftir jólaleyfi?? hef ég nú snúi?? aftur til Stokkhólms og hefst skólinn á morgunn á fullri fer??. Stær??fræ??ifyrirlestur kl. 9-12 hvorki meira né minna og engin gri?? gefin. A?? vísu var nú meiningin a?? vera kominn af sta?? á??ur en kennsla hæfist en ??a?? var?? eitthva?? minna úr ??ví.
Í gær settist ég inn á eitt af ágætum veitingahúsum bæjarins og fékk mér einn latté eins og mætti búst vi?? af mér. Sá var eins og ??eir eru margir hér, kaldur. Ég sendi hann aftur og fékk um hæl vel heitan kaffibolla eins og hann á a?? vera. Væri ekki bara nær a?? ??jónarnir hef??u ??á heita til a?? byrja me??? Svo fór ég í dag á eitt af mínum uppáhalds kaffihúsum á Kungsholmen, Il Caffé a?? nafni. ??a?? er í uppáhaldi vegna gó??ra tímarita, indælis starfsfólki og a??allega vegna ??ess a?? allir latté-ar sem ??ar eru bornir fram eru heitir. Svo má líka segja frá ??ví a?? sá seinni sem var betri a?? öllu leyti kosta??i 20 sek en sá fyrri og verri kosta??i litlar 32 sek. ??a?? munar um minna e??a hva??? Kaffi me?? mjólk fyrir meira en 300 kall íslenskan er náttúrulega bara grín og á í raun ekkert erindi vi?? veruleikann.
Ég veitti ??ví athygli a?? gólfi?? á ??essum veitingasta?? sem ég heimsótti í gær var lagt grænum marmaraflísum af nákvæmlega sömu ger?? og eru á Hótel Sögu. ??a?? gólf ??ekki ég vel ??ví ég mændi á ??a?? tímunum saman ??egar ég vann ??ar sem vikapiltur og líti?? var um a?? vera. Nú fór ég a?? spyrja mig hva?? mér fyndist eiginlega um endur innréttingu andyrisins ??ar vestur í bæ. Ég komst a?? ??eirri ni??urstö??u eftir smá samræ??ur vi?? sjálfi?? og samviskuna a?? ??ar hef??i tekist fremur illa til. Litaskema?? er alveg fráleitt me?? einhverju s??kadelíu nammipoka samhengi og vi??arpanelar ??ar á milli sem eru alveg til a?? ey??ileggja ??á glæsilegu stemmningu sem alltaf einkenndi ??etta anddyri sem ??ó var vissulega komi?? til ára sinna. Nú um mundir er veri?? a?? gera upp öll herbergi á 4., 5 og 6. hæ?? gömlu álmunnar og vonandi tekst vel upp ??ar. Tími til kominn a?? eitthva?? væri fríska?? upp á ??essi herbergi sem sennilega hafa ekki veri?? ger?? upp í um 40 ár. Ég mælist til ??ess a?? andyri?? ver??i teki?? fyrir aftur á me??an á ??essum framkvæmdum stendur.
Svo get ég nú minnst á ??a?? a?? húsi??, Bændahöllin sjálfust er til sölu ??.e. ef ekki er búi?? a?? selja hana.
Í glasinu:


Ég og bró??ir minn supum á Glenfiddich 12 ára viskíi í gærkvöldi og raunar fram á nótt. Vi?? ræddum ekkert ofangreint en mest vi??skipti og pólitík og ??rátt fyrir hi?? ramma brag?? sem komi?? getur af slíkum umræ??um haf??i ??a?? engin áhrif á silkimjúka áfer?? ??essa einmöltungs frá Hálöndum Austur Skotlands. Lyktin er nokku?? sæt og frískleg. Brag??i?? er milt og mjúkt me?? löngu ánægjulegu eftirbrag??i. Glenfiddich er eima?? í gili einu á bökkum árinnar Fiddich af félaginu William Grant og sonum en ??eir eru einnig framlei??endur hins vinsæla Grant??s viskís. Vinsældir ??essa viskía eiga hugsanlega miki?? undir karakterleysi sínu en slíkt er vinsælla en sterkur karakter sumra viskía sem geta ??á ??ótt agressíf.

This weblog entry was posted with Frequency by Brad Rhine.