þriðjudagur, mars 30, 2004

Óskiljanlegt

Þessir svíar eru nú alveg óskiljanlegir þegar þeir tala á ensku. Ég er núna í námskeiði sem fer fram á ensku og ég get fullyrt að síðan ég kom hingað hef ég aldrei átt jafn erfitt með að skilja svíana. Úff hvað þetta er jobbigt!
Frekar áhugavert sumt þetta efni í "Urban Infrastructure" eins og námskeiðið heitir. En erfitt að skilja hvað er verið að tala um þegar ekki heyrist orðaskil, orðin renna dáldið saman í súpu í sænskum munni.
Ég skellti mér á knæpuna KGB með spænskum félaga í gær og við ræddum um þann leiðinda eiginleika Stokkhólms og íbúa að vera stífir og almennt leiðinlegir. Ég hefði svosem mátt vita það en ég hélt bara að Stokkhólms Svíar væru sæmilega hipp og kúl. Allir sem eru nokkurn veginn hipp eru búnir að flytja til London eða NYC fyrir löngu síðan, lögmál hippnessins hér.

föstudagur, mars 26, 2004

Vikulok

Sérlega skemmtilegur pistill þar sem mótmæli í Reykjavík eru brotin niður og greind með bráðfyndinni útkomu.
Góða helgi allir.

fimmtudagur, mars 25, 2004

Does it again

Það er alveg merkilegt og hættir ekki að koma mér á óvart hve auðveldlega ályktanir Heimdalls rata inn inn á vef Morgunblaðsins. Það mætti bara halda að það hefðu engir skoðanir sem þeir vildu ræða aðrir en Heimdellingar. Ekki það að ályktanirnar séu allar svo slæmar eins til dæmis sú sem nú fer hátt um fáránleika þess að banna fjárhættuspil (þótt þau séu að vísu leyfileg ef það er vél sem gefur) en það var nú kannski ekki málið.
Annars var ég að sjá bráðfræðandi og merkilega heimildamynd um Weatherman underground, hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum á 8. áratugnum. Heimildamyndir mættu alveg taka meira pláss í sjónvarpi heima mín vegna. Og nei Discovery nægir ekki, það er nú ljóta skranið.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Umhverfið og kostnaðurinn

Nú þegar hermálasérfræðingar kanans eru búnir að átta sig á því að stærsta ógnin við stöðugleika og velferð í heiminum séu róttækar umhverfisbreytingar umfram annað þá er kannski hægt að fá hægri menn til að hlusta á málstað umhverfisverndarsinna.
Ég er mikill stuðningsmaður frjálsrar verslunar og tel hana bætandi fyrir allan heiminn. Frjáls verslun er hins vegar ekki gallalaus eins og annað í heimi hér sérstaklega þegar frelsið er bara takmarkað við vissa hluti en ekki aðra. Einn af ókostunum við frjálsa verslun er sóunin á auðlindum sem hún getur valdið og þá aðallega samfara geigvænlegum flutningum sem eru fylgifiskur þess að koma vörum frá einum stað til annars. Það er t.d. leiðinlegt að neytendur fái ekki að njóta þess að kaupa vörur sem koma skemur í frá en það bendir til þess að flutningskostnaður sé ekki stór hluti verðmyndunar.
Þetta stafar af því að umhverfisskaði olíbrennslu er ekki hluti af orkuverðinu. Ef það væri svo að sérhverju olíufyrirtæki yrði gert að sjá til þess að bæta fyrir þann skaða sem notkun á vörum þeirra veldur þá liti málið öðruvísi út. Annar möguleiki er að sjálfsögðu að endanotandi beri þennan kostnað. Gallinn við þetta er svo aftur að yfirleitt er ekki hægt að bæta þann skaða sem verður að fullu.

Skrýtinn dagur

Ég fattaði um hádegisbilið að ég átti að fara í ferð með bekknum í Urban Infrastructure að skoða bæjarfélagið Sollentuna og þeirra infrastrúktúr. (Íslenskt orð óskast) En það stóð ekkert á stundaskránni minni sem er úrelt og því þurfti ég að rjúka af stað í snarhasti. Svoleiðis er alltaf til að setja hluti úr skorðum og ég varð bara ekki rólegur eftir það. Á morgun mun ég ná tökum á tilverunni og vera fullmeðvitaður í tímum allan daginn.
Svo kíkti ég í bíó að sjá 21 grams með Einari bróður. Nokkuð góð mynd, dáldið löng að vísu en góð. Helst var það að við hefðum alveg mátt við því að sjá eitthvað meira léttmeti til að halda hressleikanum ferskum.
Getur maður notað samlíkinguna að Bandarískt samfélag sé eins og vaxtarræktamaður með niðurgang? Að vissu leyti eitthvað til að dást að en komi maður of nálægt er víst að einhver skítafíla finnist.

mánudagur, mars 22, 2004

Ha???

Spurningamerkin komin aftur... nú fær blogger orð í eyra. Heyrið þið það? Nei auðvitað ekki það eru spurningamerki í staðinn fyrir bókstafi.

Annar ? ?ynnku

?j? m?nudagur er annar ? ?ynnku stundum. ?g s? Einsturzende Neubauten ? laugardagskv?ldi? og eftir ?a? var? ekki aftur sn?i?. Skr?ti? hvernig ein hlj?msveit getur haft svona mikil ?hrif ? heg?un manns. Allt sem ?arf er notkun skr?tinna hlj??f?ra og heimasm??a?ra og ?? er ?llu umturna?. Nei nei ?a? var n? kannski ekki svo. En m?r ??tti hlj?msveitin spila lei?inlega t?nlist en hlj??f?rin voru m?gnu? eins og t.d. l?ng plastr?r sem berja m? utan e?a sl? flatt ? opi? og myndar svona pre-analog hlj??.
En a? f?lki og m?lefnum.
? fr?ttum kv?ldsins kemur ?a? fram sem vita? er a? Georg Kr. L?russon forstj?ri ?tlendingastofnunar st?gur ekki alveg ? viti?, engin mannvitsbrekka eins og sagt er.
Hitt er a? P?ll Sk?lason er of veikur fyrir ? m?tst??u sinni gagnvart stj?rnv?ldum sem reyna a? k?ga H?sk?la ?slands undir sitt pr?vat kerfi. N? ver?ur P?ll a? ?kve?a hvoru megin hann stendur, me? e?a ? m?ti og hvort sem ver?ur ofan ? ?? ver?ur hann a? taka eindregna afst??u og berjast fyrir ?kv?r?un sinni. H? stendur ? t?mam?tum og ?a? er ? h?ndum hans a? ?kve?a hva?a lei? sk?linn fer: ?ann gulli lag?a brei?a e?a einfeti?.
Og bara eitt enn: He?s back... ?rni Johnsen stimplar sig inn s? ?g og mun ekki l??a ? l?ngu ??ur en fr?ttist af honum ? p?lit?kinni tr?i ?g. Kannski fangelsism?lin ver?i ? forgrunni ? bar?ttunni?
Ma?ur g?ti haldi? a? ?a? v?ri ?ynnka ? ?slandi l?ka.

sunnudagur, mars 21, 2004

Euro stemmari

Á sama tíma og Íslendingar fengu að heyra lagið sem fer til Tyrklands í Eurovision keppnina þá fór fram fimmta og síðasta útsláttarkeppnin hér í Svíþjóð. Fyrst eru haldnar fjórar lókal keppnir víða um land og svo er haldin lokakeppni þar sem sigurvegarar hinna keppnanna keppa um að komast á EM í Schlager eins og það kallast hér. Sýnir kannski í hnotskurn af hverju Svíum gæti jafnvel heppnast að vinna einhvern tímann meðan að við erum fastagestir í neðri deildinni.
Sigurvegarinn hér heitir Lena Philipson eða Lena PH eins og hún er yfirleitt kölluð. Hún hefur komist nærri að fara fyrir hönd Svía þrisvar áður en nú í fjórðu atrennu heppnaðist henni. Það gefur kannski líka vissar vísbendingar um einurð Svía og metnað þegar Schlager er annars vegar.

föstudagur, mars 19, 2004

Frelsi og börn annarra.

Frjálshyggjumenn eru til margs nytsamlegir og stundum koma þeir meira að segja með góðar og þarfar ábendingar. Ein af grunnstoðum í hugmyndafræði þeirra er að fólk almennt hegðar sér skynsamlega og er best treystandi sjálfu til að ákvarða um sína eigin hagi. Helst er að frjálshyggjufólki frá hægri og vinstri steyti á þegar skilgreina á þessa línu sem skilur á milli þíns og míns.
Önnur stoð í röksemdafærslu frjálshyggjufólks er að fólk sé reiðubúið að axla þá ábyrgð vel sem það tekur sér á herðar með gjörðum sínum. Sömu röksemd er beitt á fyrirtæki og þar fara hægri frjálshyggjumenn sem draga taum fyrirtækja öðrum fremur villu vegar.
Í krafti þessarar röksemdar var til dæmis Kvikmyndaeftirlit ríkisins lagt niður og bíóum og vídeóleigum í sjálfsvald sett hvernig þau haga sínum merkingum á kvikmyndum. Kvikmyndaeftirlit ríkisins sinnti líka mati á tölvuleikjum en nú eru það sem sagt endursöluaðilar tölvuleikja sem eiga að bera ábyrgð sína með stolti. En gallinn er sá að þegar foreldrar reiðast t.d. BT eða öðrum tölvuleikjasölum fyrir að selja tíu ára börnum viðbjóðslega tölvuleiki sem fjölmiðlaeftirlit Bandaríkjanna telu ekki hæfa fólki yngra en 18 þá hafa sölumennirnir yfirleitt kvartað yfir skorti á lagastoð . Fyrirtækin hafa sem sagt engan áhuga á að axla þá abyrgð að ákveða hverjum á að selja tölvuleiki og hverjum ekki. Þeir kysu miklu fremur skýrar leiðbeiningar frá löggjafarvaldinu eða er bara sama á hvorn veginn sem er svo lengi sem peningarnir rúlla inn.
Að vísu er til alvarlegri þáttur í máli viðbjóðslegra tölvuleikja og það er að foreldrar virðast margir hverjir hafa ákaflega litla vitneskju um hvað það er sem börnin þeirra eru að gera í tölvuheimum. Ég skil ekki hvernig fólki sem er annt um velferð barna sinna getur leyft þeim að kaupa sumt af því dóti sem verið er að selja sem skemmtun fyrir börn.
Ég sá til dæmis í sjónvarpsþætti hérna um daginn tölvuleik sem var einhver sá sjúkasti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann séð. Þar var til dæmis hægt að pissa á fórnarlömb sín (gjarnan hórur), kveikja í þeim (eða svart fólk) og slá af þeim hausinn með skóflu. Svo þegar búið var að taka af lífi svertingja sem grét og sagði “Please don´t kill me!” sagði persónan sem er spiluð “Now that´s what I call social reform!” Eða þá gangandi um meðal sviðinna kroppa svarts fólks: “Jesus, I ain´t a racist… these people really all do look the same!” Sjúkur viðbjóður eða hvað?
það sýnir líka almenna ábyrgðartilfinningu fyrirtækja að ákveða að framleiða svona er það ekki?
Ég vona bara að mín börn þurfi ekki að hitta börn fólks sem leyfir sínum börnum að spila svona tölvuleiki neitt of mikið í framtíðinni. Þá er nú orðið spurning hvað er mitt og hvað er þitt svo ég vísi í fyrri stoð frjálshyggjunnar hér í upphafi.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Samfélag og tækni

Á morgun hefst áhugaverð ráðstefna við Háskóla Íslands um tæknina í samfélaginu. Margt er þar góðra gesta innlendra og erlendra. Heimasíða atburðarins greinir all ítarlega frá umfjöllunarefninu sem verður margs konar. Týpískast þótti mér að eini málstofu skipuleggjandinn sem ekki hefur enn skrifað inn nokkurn texta um sína málstofu er Halldór Gíslason. Reyndar er gaman að fylgjast með honum á fyrirlestrum en ég segði ekki að það væri honum til framdráttar að tala opinberlega.

föstudagur, mars 12, 2004

Frelsi eða helsi

Í viðtali við The Mirror segir nýfrelsaður fangi frá Guantanamo frá því hvernig málsvarar frelsis og réttlætis í heiminum fara með fanga sína.
Reyndar þarf ekki Guantanamo til því dæmin af íslenskum föngum í BNA sem framseldir eru til Íslands að mannúðarástæðum verða bráðum tvö talsins.

Búnir snemma

Í dag er föstudagur og klukkan er að verða fimm. Verkamennirnir sem reisa stúdentaíbúðir með ógnarhraða hinum megin við götuna eru farnir heim fyrir meira en klukkutíma síðan.
Byggingaverkamenn og smiðir í Svíþjóð vinna tiltölulega eðlilega vinnuviku, engar svona endaleysur eins og kollegar þeirra á Íslandi.
Þeir byrja daginn snemma, jafnvel kl. 6 sumir, eru búnir milli kl. 4 og 5. Og gjarnan frí heilan eða hálfan föstudag til að bæta fyrir löngu dagana í vikunni.

Nýyrða spree

Ja hérna ég er á nýyrðasprýi núna. Þið vitið hvernig húsgögn eru þær mublur sem maður hefur í húsinu sínu... og svo eru líka til allskonar mublur sem eru notaðar á götunni eins og bekkir, grindverk, blómaker og þannig. Eru það þá ekki götugögn?

fimmtudagur, mars 11, 2004

Aberdeen, Hong Kong

Ég hefi oft gengið fram hjá kínverskum veitingastað á Austurmálmi að nafni Aberdeen. Já Aberdeen og ég hef aldrei haft nokkra hugmynd um af hverju Aberdeen ætti að vera gott nafn fyrir kínverskan veitingastað. Skýringin fékkst í kvöld en þangað fór ég að fá mér að borða eftir langt og strangt próf seinnipartinn. Jú eigandinn, hress kall sem spjallar við staka karlkyns viðskiptavini sína löngu máli; ekki af því að hann er hommi held ég heldur aðallega vegna þess að við (stakir karlmenn, ekki endilega þó einhleypir) erum í meirihluta viðskiptavina, hann er frá Hong Kong. Hong Kong eins og kunnugt er var undir stjórn Breta þangað til 1997 og bera því götur og önnur borgnefni gjarnan ensk nöfn með tilvísun til breska heimsveldisins. Nánar til tekið bjó hann í hverfinu Aberdeen í Hong Kong. Og þar fékkst skýringin á því.
Hvernig lýst lesendum annars á nýyrðið borgnefni? Getur maður talað um að torg, götur, svæði og þess háttar falli undir samheitið örnefni? Nei það fannst mér ekki heldur. Kannski býnefni frekar?

Við og við rýkur einhver sjálfskipaður menningarrýnirinn upp og yfir á ritvöll dagblaðanna til að gera grín að þessu bloggi. Já ennþá. Ætla nú allir að sýna allt sitt svo allir hinir geti dást að? Spyrja þeir með þótti og halda svo áfram: Hvað heldur þetta lið eiginlega að það sé? Önnur eins yfirútbreiðsla og offramleiðsla á persónulegum málefnum hefur aldrei átt sér stað. Rétt eins og að þótt maður birti eitthvað á internetinu að þá ætlist maður til að allir internetnotendur lesi það... Kannski þarf eitthvað styrkja þessa blaðamenn á svo sem eitt stutt námskeið í fjölmiðlafræðum hinum nýju svo þeir geti lært um hin persónumiðaða fjölmiðil, segjum þröngmiðil, internetið.
Ég spyr bara á móti: Fyrst það eru bara fáir sem verða ríkir af hverju er þá allt þetta fólk að vinna?

miðvikudagur, mars 10, 2004

Eirð?

Ég ákvað að líta á gamla vinkonu í bloggheimum nefnilega hana Katrínu. Ég get vottað það að hún er enn með skemmtilegri bloggurum, af hverju beinlínis veit ég ekki því hún skrifar um sambærilega hluti og flestir aðrir bloggarar en eitthvað sérstakt í stílnum gerir hana svo skemmtilega. Katrín er líka orðin mun existentialistískri en áður.
Heima eru tveir málfundir sem ég hefði gaman af að líta á á morgun en þeir eru auglýstir á heimasíðu Hí. Annars vegar um þróun í GIS eða LUK tækni og hins vegar um nýtt umferðarkerfi miðbæjarins. Annars sakna ég þess að engir svona fundir eru haldnir hér við KTH, reyndar gerist ákaflega fátt utan skólatíma þar nema maður sé reiðubúinn að skuldbinda sig í einhver embætti og störf.
Það er ljóst að allt stefnir í stórframkvæmdir í miðbænum á komandi árum og umferðarkerfið mun sennilega taka stakkaskiptum með breytingum á Hringbraut og Sæbraut. Ég óttast mest að þessir þungu umferðastraumar muni rífa miðbæinn sundur og einangra hann frá umhverfi sínu og baklandi. Hugsanlegt skólaverkefni að rannsaka það?

mánudagur, mars 08, 2004

Mánudagur og þú veist

Jámm nú er verið að taka próflestur með ákaflega vægum stormi, andvara jafnvel. En þegar þessi færsla hefur verið birt þá mun allt verða betra.
Ég verð nú að segja það að notkun athugasemdakerfisins veldur mér vonbrigðum. Ég geri mér grein fyrir því að tími fólks er ekki ótakmarkaður og að ég er yfirleitt það sannfærandi í máli mínu að athugasemda þurfi ekki við en miðað við hvað sumir voru ákafir að fá svona sýstem upp þá skil ég ekki vannotkunina. En hvað um það ekkert fá samviskubit eða neitt.
Guðjón "Malik" Idir verður á ferð um Stokkhólm næstu helgi og mun ég fara til móts við hann ásamt sendinefnd. Erindagjörðir hans eru mér eitthvað óljósar en þær tengjast ferðalögum Breta að nafni Róberts og tónlistarmanni með spænskt eftirnafn.
Vitleysan um hina almennu vitleysu náði hámarki í morgun. Það var hringt í mig frá leikhúsinu þar sem á að sýna Commonnonsense og mér tilkynnt það að símtöl mín til þeirra um helgina hefðu verið á misskilningi byggð. Verkið verður frumsýnt á fimmtudaginn n.k. og er næsta helgi sýningarhelgin. Svíarnir gera það ekki endasleppt og tala um leiksýningar þarnæstu helgar í helgarblaði sínu.
Annars má ég til með að benda á stórskemmtilega frásögn Níelsar góðvinar míns af partýum og gröðum unglingum í St. Pétursborg. Hann minnir orðið á alvöru rússneskan höfund í stíl sínum, amk hvernig þeir eru þýddir.

sunnudagur, mars 07, 2004

Menntamálstefna sem bragð er af

Ólíkt menntamálaráðherranum nýlega sem virðist hafa það fremst á stefnuskrá sinni að leggja H.Í. í rúst til að sýna fram á yfirburði einkaskóla þá hafa Björgvin Sigurðsson og félagar úr Samfylkingunni lagt fram tillögur um breytingar á lögum um LÍN. Reglur sem gætu jafnvel haft eitthvað að segja fyrir námsmenn og hag þeirra.
Reyndar hefur menntamálastefna Sjallans verið með svo miklum ólíkindum að mér verður um og ó. Ég kannski tek það til rækilegrar sögulegrar skoðunar síðar. En kíkið endilega á frumvarpið hérna.

laugardagur, mars 06, 2004

Almenn vitleysa

Uppáhalds og mest notaða lúftgítar lag Svía er Summer of 69 með kanadíska rokkhallærinu Bryan Adams, fast á hæla þess kemur að sjálfsögðu Final Countdown með Europe. Að lokum skyldi það ekki koma á óvart að Sweet child o´mine með Axl, Slash, Izzy og Duff er líka með á listanum. En hvernig Bryan Adams hefur náð svona miklum vinsældum í lúftgítarleik er mér hulin ráðgáta. Þá á ég til með að upplýsa það að mitt uppáhalds lúftgítarlag er Money for nothing (I want my MTV) með hinum stórgóðu Dire Straits. Plata þeirra Brothers in arms er líka alveg stórskemmtileg og mótaði ungan huga minn er ég var svona 10 ára. Þá verð ég að minnast á lagið Walk of life sem er engan veginn hentugt fyrir lúftgítar en nokkuð gott að raula á hressandi síðdegisgöngu.
Ég hafði hugsað mér að sjá Commonnonsense í kvöld en þar sem ég hef ekki náð sambandi við miðasöluna nú tæpum klukkutíma fyrir sýningu finnst mér líklegt að lítið verði úr því. Ég spurði Elínu vinkonu mína hvort hún hefði áhuga á að koma en nú þykir henni stressandi að vita ekki hvort einhverjir miðar verði eftir. Dáldið sænskt.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Draugagangur með Jóni

Ég er nú að lesa fyrra bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar fyrir háttinn. Óhentug bók til slíks reyndar vegna fýsískrar þyngdar, andlega þyngdin er með ágætum því sagan er nokkuð skemmtilega sögð, fræðandi að sjálfsögðu og nokkuð hvetjandi. Nú þegar prófatímabil stendur yfir hjá mér er ekkert verra að lesa hvatningarlestur um duglegan námsmann eins og Jón var. Svo eru líka ágætar aðvaranir við sollinum sem íslenskum námsmönnum erlendis er hætt við að fara í. Point taken.
Þar sem ég bý á svona kollektífum gangi (sem nb er stórheppilegt búsetuform) hef ég kynnst mörgum manninum yfir öllum mögulegum máltíðum. Hér búa bæði infæddir, útlendingar eins og ég og svo einn draugur. Draugurinn heitir Öjesund og býr hinu megin við ganginn. Þetta er kona á miðjum aldri sem svífur inn og út úr eldhúsinu hljóðlaust. Hún borðar eiginlega aldrei neitt en drekkur svona 10 lítra af djúsblandi og tei á dag, hvort um sig. Ég hef að vísu séð hana rífa niður kálmeti (rauðkál og hvítkál sýndist mér) í risastóran plastdunk, hverfa með hann inn til sín og snúa svo aftur með hann tóman skömmu síðar. Ja hérna hvað ég varð hlessa því þetta hefði verið nóg í wok fyrir fjóra manns örugglega.
Stóra boxið minnti mig á Hallgrím Frostason kunningja minn síðan úr Fossvogsskóla en hann kom ævinlega vel smurður í skólann og var haft í flimtingum að nestisboxið hans væri í raun og veru fiskabúr.
En hvað um það, nær enginn hefur haft nein samskipti við blessaða konuna og hún er meistari þess að svipbrigðalaust ekki sýna nokkurt form af tengingu við þá sem hún gengur fram hjá. Hún hefur líka þann háttinn á að þegar hún er búin að hita teið tekur hún það inn til sín, nær í sígarettu og fer út og niður að reykja og fer að því loknu inn til sín aftur. Hátterni þetta er svo kerfisbundið að jafnvel þeir sem eingöngu koma í eldhúsið sem gestir íbúa eru farnir að þekkja munstrið. Ef munstrið skyldi taka breytingum verðu frá því sagt hér... stay tuned.
Og að lokum: Fyrst yfirgnæfandi meirihluti telur bjórinn til góða þá vildi ég spyrja ykkur kæru lesendur hvaða bjór er nú bestur? Mitt gleymda svar er Warsteiner en hann drakk ég æði oft áður fyrr en því miður hef ég bara gleymt honum og verða það mín fyrstu kaup í systeminu að loknum prófum.

þriðjudagur, mars 02, 2004

múm flýgur og ekur

Hljómsveitin geðþekka og barnslega einlæga múm er búin að bóka nokkra tónleika í vor og sumar skv. aðdáendasíðu þeirra Noisedfisk. Til að byrja með mun Animal collective sem gaf út disk á s.l. ári hita upp, ef svo mætti að orði komast.
Síðar á túrnum mun svo einmenningssveitin Mice Parade spila með múmverjum en þar stendur Adam Pierce í stafni og framkvæmir hljóðlist sem er einkar áheyrileg og akústísk. Ryþmapælingar sem minna á söng Kristínar á miðri sólbjartri nóttu í fjöruborði á norðurhjara s.l. sumar.
Hvorar tveggja sveitanna eiga mikið upp á pallborðið hjá Heygaflinum sem lofar verkefni Pierce í hástert og gefur dýrasöfnuðnum prýðiseinkunn.
Tónleikaferðalag múm um Evrópu nú í vor er að sjálfsögðu til kynningar á komandi disk þeirra Summer make good sem verður tiltækur okkur leikmönnum í apríl n.k. Fyrirhuguð er svo ferð um Bandaríkin í framhaldinu en engar dagsetningar verið ákveðnar.

mánudagur, mars 01, 2004

Til hamingju með daginn

Gylltur freyðandi, svalandi og frískandi. Beiskur og sætur með stingandi eða seiðandi loftbólur í munni og framleiddur um allan heim.
Fyrir 15 árum í dag var Íslendingum gefinn drykkurinn góði: bjór. þessi aldagamli mjöður bruggaður af humlum, malti, geri og vatni eingöngu eigi hann standast hreinlætislögin þýsku er mér og mörgum mínum vinum kær. Okkur finnst eflaust flestum hlægilegt að á Íslandi hafi eitt sinn ráðið svo mikil forræðishyggja og efasemdir um skynsemi fólks almennt að þingheimur óttaðist allsherjar fyllerí alla daga allan daginn yrði þessi drykkur leyfður. Fólk mun ekki skynja mun á bjór og hverju öðru gosi sögðu þeir.
Skrýtið nokk að sama er sagt um lokun Ríkisins.