Frjálshyggjumenn eru til margs nytsamlegir og stundum koma þeir meira að segja með góðar og þarfar ábendingar. Ein af grunnstoðum í hugmyndafræði þeirra er að fólk almennt hegðar sér skynsamlega og er best treystandi sjálfu til að ákvarða um sína eigin hagi. Helst er að frjálshyggjufólki frá hægri og vinstri steyti á þegar skilgreina á þessa línu sem skilur á milli þíns og míns.
Önnur stoð í röksemdafærslu frjálshyggjufólks er að fólk sé reiðubúið að axla þá ábyrgð vel sem það tekur sér á herðar með gjörðum sínum. Sömu röksemd er beitt á fyrirtæki og þar fara hægri frjálshyggjumenn sem draga taum fyrirtækja öðrum fremur villu vegar.
Í krafti þessarar röksemdar var til dæmis
Kvikmyndaeftirlit ríkisins lagt niður og bíóum og vídeóleigum í sjálfsvald sett hvernig þau haga sínum merkingum á kvikmyndum.
Kvikmyndaeftirlit ríkisins sinnti líka mati á tölvuleikjum en nú eru það sem sagt endursöluaðilar tölvuleikja sem eiga að bera ábyrgð sína með stolti. En gallinn er sá að þegar foreldrar reiðast t.d. BT eða öðrum tölvuleikjasölum fyrir að selja tíu ára börnum viðbjóðslega tölvuleiki sem fjölmiðlaeftirlit Bandaríkjanna telu ekki hæfa fólki yngra en 18 þá hafa sölumennirnir yfirleitt kvartað yfir skorti á lagastoð . Fyrirtækin hafa sem sagt engan áhuga á að axla þá abyrgð að ákveða hverjum á að selja tölvuleiki og hverjum ekki. Þeir kysu miklu fremur skýrar leiðbeiningar frá löggjafarvaldinu eða er bara sama á hvorn veginn sem er svo lengi sem peningarnir rúlla inn.
Að vísu er til alvarlegri þáttur í máli viðbjóðslegra tölvuleikja og það er að foreldrar virðast margir hverjir hafa ákaflega litla vitneskju um hvað það er sem börnin þeirra eru að gera í tölvuheimum. Ég skil ekki hvernig fólki sem er annt um velferð barna sinna getur leyft þeim að kaupa sumt af því dóti sem verið er að selja sem skemmtun fyrir börn.
Ég sá til dæmis í sjónvarpsþætti hérna um daginn tölvuleik sem var einhver sá sjúkasti viðbjóður sem ég hef nokkurn tímann séð. Þar var til dæmis hægt að pissa á fórnarlömb sín (gjarnan hórur), kveikja í þeim (eða svart fólk) og slá af þeim hausinn með skóflu. Svo þegar búið var að taka af lífi svertingja sem grét og sagði “Please don´t kill me!” sagði persónan sem er spiluð “Now that´s what I call social reform!” Eða þá gangandi um meðal sviðinna kroppa svarts fólks: “Jesus, I ain´t a racist… these people really all do look the same!” Sjúkur viðbjóður eða hvað?
það sýnir líka almenna ábyrgðartilfinningu fyrirtækja að ákveða að framleiða svona er það ekki?
Ég vona bara að mín börn þurfi ekki að hitta börn fólks sem leyfir sínum börnum að spila svona tölvuleiki neitt of mikið í framtíðinni. Þá er nú orðið spurning hvað er mitt og hvað er þitt svo ég vísi í fyrri stoð frjálshyggjunnar hér í upphafi.