Rætt um umhverfismál
Var í tíma áðan þar sem voru sett á svið samningaviðræður um umhverfismál í einhverri nefnd. Frekar skemmtilegt bara nema að sumir voru aðeins meira með á nótunum en aðrir og þess vegna ekki alveg flowing samræða í gangi. En þetta var hressandi, sjálfur lék ég hlutverk "self acclaimed militant environmentalist." Frekar gott mál sko.
Ég fór samt að velta fyrir mér hversu miklar kröfur eru gerðar til fólks að ræða mál á ensku miðað við hvað fólk kann í raun. Það er ekki endilega svo mikið, sérstaklega átti nú svíinn í hópnum erfitt með að tjá sig en skiptinemarnir kláruðu dæmið sæmilega enda tala þar flestir ensku daglega. En það er ákaflega erfitt að gera skiljanleg fínleg smáatriði og blæbrigði við svona misjafnan hóp. En kannski skiptir það hreinlega ekki máli því önnur atriði í tjáskiptunum verða bara yfirsterkari?
Ég er nú reyndar miklu meiri málamaður en svo að ég vilji taka því vegna þess að mér finnst að blæbrigðin og framsetningin í málinu séu mikilvæg í samræðunni. Kannski ég ætti að stofna samræðuklúbb til að æfa samræðulistina? Það væri nú skemmtilegt að hittast nokkur og keppa í flúrmáli einhvern eftirmiðdaginn. SKráning í klúbbinn hér að neðan.
Og aðeins um kynjamyndir, ég sá algerlega hvernig kynmiðuð ritstýring getur fullkomnlega breytt afstöðu manns til mála í gær. Svíar eru mjög genus meðvitaðir og stýra allskyns málum frá því sjónarmiði að rétta hlut kynjanna. Í gær sá ég sem sagt sjónvarpsþáttinn Kontroll sem fjallar um tölvuleiki. Mjög skemmtilegur þáttur, sögu innskot með viðtali við stofnanda Atari og nýir og væntanlegir tölvuleikir teknir fyrir. Það merkilega er hins vegar að allir ráðgjafar stjórnandans voru stelpur og líka gestir þáttarins. Hann að vísu strákur en allir dómarnir og allt álit sem fengið var á leikjum gáfu stelpur. Og þetta bara kollvarpaði hugmyndum mínum um samband stelpna við tölvuleiki, þótt það breyti svo sem ekki því að þær eru enn miklu færri spilarar en strákar. En sérstakt að sjá þetta bara gerast í sjálfum sér, viðhorfsbreyting á punktinum.