þriðjudagur, júní 01, 2004

Eftir próf djamm og annað

Ég er nú bara búinn að vera á góðu djammi síðan prófum lauk s.l. fimmtudag. Hef síðan þá farið á djammið með Íslendingum sem ég rakst á af rælni, Drífu sem er hér við listnám, Úlf Stjörnukettling með meiru og lagsmann hans Begga. Allt alveg hið mætasta fólk. Drífa var að sýna ásamt samnemendum úr Konunglega Listaháskólanum lokaverk ársins og ég rakst á þetta kunnuglega andlit hennar þar. Svo slógu þau upp teiti um kvöldið sem var alveg rokna stuð. Ég hafði nú áður rekist á hana á listamessu hérna í vetur þar sem ég kynnti mig fyrir henni og kunningjum á fremur klunnalegan hátt. Ég man ekki hvernig það var klunnalegt en það var það í minningunni. Kom þó ekki að sök því hún virtist knappt muna eftir mér.
Núría spænsk vinkona héðan úr KTH fór á djammið með tveim vinkonum í heimsókn og nýja þýska kærastanum sínum. Okkur vinkonunum fannst öllum jafn fyndið að sjá Núríu í sleik allt kvöldið, hún er nú ekki alveg þannig týpa einhvern veginn.
Að lokum leit ég við í Skerjagarðinum í gær og kíkti á sumarbústaðinn hennar Elínar vinkonu og hennar fjölskyldu. Alveg frábær staður úti í skógi og óheyrilega sænskt. Hefði alveg getað verið þar smá stund, tala nú ekki um þegar hægt er að synda í sjónum seinna í sumar. Ég mun bæta mér það upp með sjóbaði úti á Nesi í staðinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home