þriðjudagur, júní 15, 2004

Þetta er allt að koma

Loksins er þetta hvef mitt að kverfa, tók að vísu góða hóstasyrpu í nótt en það voru örugglega bara dreggjar slímsins á leið úr öndunarveginum. Ég spái sjálfum mér fullri heilsu fyrir þjóðhátíðardaginn en þá mun maður sennilega fá lungnabólgu af því að reyna að vera úti í hátíðarhöldunum.
Við Inga höfum nú kíkt á Árbæjarsafnið nokkrum sinnum á seytjándann og ætli ég stingi ekki upp á því að endurtaka það. Þar er m.a. einhver sýning um tízku á Íslandi í aldanna rás sem má eflaust hafa gaman af og svo fær maður sér pönnuköku með rjóma og uppáhellingu til hressingar eftir spássitúrinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home