Fatso!
Kemur í ljós að það sem mér hefur sýnst undanfarna daga er rétt; Íslendingar eru fituhjassar. Og ekki kemur það manni nú á óvart miðað við matarræðið og svo ekki sé nú talað um hreyfingarleysið. Mogginn skemmdi að vísu fréttina með því að birta mynd af obese manni en slík sjúkleg offita er alls ekki vandinn sem mörlandinn á við að etja. Vandamálið er bara svona vel pattaralegt fólk, þybbið og á góðri leið með að fá hjartasjúkdóm.
Ekki þarf svo rosalega hreyfingu eða breytingu á matarræði til að breyta til hins betra, t.d. getur neysla á 40 fleirum kaloríum á dag en brennt er valdið þyngdaraukningu um kíló á ári. Að ganga eða hjóla í hálftíma getur brennt í kringum 150 kaloríum en það er svona ca. sá tími sem tekur flesta á Höfuðborgarsvæðinu að komast ýmist í og/eða úr vinnu gangandi eða hjólandi. Ég er t.d. rúmar 10 min að hjóla í vinnuna en Inga mín var nú heilan hálftíma á leið úr Mogganum um daginn... á bíl.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home