miðvikudagur, júní 09, 2004

Furðulegur vinnutími

Í nýju vinnunni minni á ég að mæta kl. 8.20 og er búinn kl. 16.15, frekar spes tel ég. Mér finnst nú best þegar maður má svona nokkurn veginn ráða hvenær maður kemur og hvenær maður fer svo lengi sem maður sinni vinnunni sinni. Svo er það líka svo gott fyrir umferðina að hafa svoleiðis kerfi víða.
Er að fara að byrja á The life and death of great american cities e. Jane Jacobs sem er svona eitt af grundvallarritum borgarskipulags í nútímanum. Mikið af New Urbanism hugmyndafræðinni er sótt í þetta rit og fleiri af svipuðum meiði. Ein er sú gagnrýni á New Urbanism sem mér hefur þótt erfitt að líta fram hjá og er því miður ekki mikið rædd. Það er nú svo að ein helsta forsendan fyrir endurnýjun borgarhverfa er félagslegs eðlis því þá er álitið að samkennd eða sál hverfis hafi gefist upp fyrir hrörnandi kroppi. Þetta tel ég rétt og stundum tekst að endurvekja lífið í borgarhlutum með e.k. lýtaaðgerðum en þá aðallega fyrir tilstilli nýrra íbúa sem þá líta hverfið öðrum og jákvæðari augum.
En stundum virðast nýju úrbanistarnir telja að hin fýsíska umgjörð sé allt og að tiltekinn arkitektúr geti framkallað vissar kenndir það sterkt að breyting verði á félagslegu efni hverfis. Þá ríkir gjarnan nostalgía fyrir gömlum bæjarkjörnum og smáþorpum sem uppihalda röð og reglu gegnum samkennd og sameiginlega ábyrgðartilfinningu sem hver og einn (sem ekki er útskúfaður) tekur að sér að halda við. Vissulega er margt gott um það að segja að samfélög gangi vel og séu í röð og reglu fyrir tilstilli virkra íbúa en skuggahliðar þeirra samfélaga virðast líka hafa gleymst. Afskiptasemi, einsleitni og almenn hræðsla við hið frábrugðna voru einkenni þessara samfélaga líka og þannig var reglunni haldið uppi. Í dag hafa flestir kosið að skjóta miklu af því sem áður var persónuleg ábyrgð til yfirvalda. Með því hafa hættir orðið réttlátari að mörgu leyti því sömu reglur gilda (yfirleitt) fyrir alla en að sama skapi hafa margir einstaklingar orðið afskiptir því ætlast er til að yfirvöld sjái um vandamálin.
Það er margt í mörgu.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Loose [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to create professional invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.

10:58 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home