Hringavitleysa er þetta!
Ég sé nú að búið er að færa inn framkvæmdirnar við færslu Hringbrautar á Borgarvefsjána. Gamla hringbrautin fer nú í megrun og léttist um helming en svo á líka að henda á hana hringtorgum út um allt, bara heilum 3 stykkjum. Það er vel vitað að sú gerð gatnamóta sem er hvað fjandsamlegust gangandi og hjólandi vegfarendum er bara nákvæmlega hringtorg. Svo þarf nú verulega mikla umferð til að hringtorg standi undir kostnaði og það ætti ekki að vera við henni að búast þarna. Ég held að þetta verði eitthvað að endurskoða því nú gefst þarna príma tækifæri til að aðskilja gangandi/hjóla umferð frá akandi með sæmilegum hætti, a.m.k. í bili. Ég held að venjuleg gatnamót með bið/stöðvunarskyldu myndu nú duga ef ég má vera hreinskilinn. Má ég það?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home