mánudagur, júní 07, 2004

Kominn undir Esju

Loksins er ég kominn heim að sundum bláum og nýt verndar Esju fyrir norðanvindum. Já ok dáldið hallæris landsástarvæl en ég er bara svo veikur fyrir þessu fína landi okkar. Að vísu er ég ekki frá því að það hafi minnkað dáldið í stærð og glæsileik eftir dvölina úti en ég bíð með frekari greiningu á því. Og úr því ég er að tala um föðurlandsást þá er ég að vinna í greiningu á framboði fasteignasalans Baldurs Ágústssonar út frá slíkum sjónarmiðum. Ég kemst eiginlega ekki hjá því að finna til vorkunnar þegar ég sé heimasíðuna hans og allan hallærisganginn í kringum manninn. Sígilt dæmi um mann sem vill vel en gerir illt.
Annars átti ég stopp í DK á leið heim og reyndar í Malmö líka. Ég snæddi þynnku hádegisverð með Dagnýju í Malmö, Steik með bernaise og hvítvínsglas er ekki versti þynnkubani sem ég veit en ég var a m k mun betri eftir en fyrir. Svo dreif hún sig á sittning í Lundi (e k kvöldverður og fyllerí með samnemendum, með tilheyrandi snafsadrykkju og söngvum) og ég fór til minnar vinkonu í Köben Melkorku. Þar var líka sjálfust Katrín.is og Apamamman hennar, Gunnar Steinn og Þráinn leikskólamaður og músíkant. Heimilishaldið þarna í N A Köben er hið líflegasta og mikið sungið og dansað. VIð kíktum á Stengade 30 sem er að vísu við nr. 16 og dönsuðum indí dans fram í nóttina. Svo var nú meiningin að ég myndi tukta til menningarvitund Katrínar sem er eins og alþjóð veit óforskömmuð en blessunin var á djamminu til 8 svo ég fór bara sjálfur á Louisiana safnið og hafði mikið gaman af.
Mest þótti mér koma til sýningarinnar um Jörn Utzon danska arkitektinn sem hannaði m a óperhúsið í Sydney. Hann er alveg ófeiminn við að sýna hvaðan hann sækir innblástur og er mikill natúralisti í hugsun. Utzon virtist s kv sýningunni helst leita í náttúruform s s plöntur og svo hreina geómetríu líka og sú blanda er sennilega það sem gerir hann svo áhugaverðan.
Natúralismi, það er víst áreiðanlega eitthvað sem mætti njóta sín betur hér á landi sé ég nú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home