Margföldun á farangri
Einhvern veginn fór farangurinn minn að því að margfaldast í þyngd og umfangi á meðan dvöl minni í Svíþjóð stóð. Upprunalega fór ég út með eina tösku og fékk síðan senda eina í viðbót með tengdamömmu bróður míns (Er til orð yfir það?) Ég kom heim með eitthvað af dóti um páskana en á leiðinni heim nú hafði ég eina tösku: 25 kg, pabbi kom til Stokkhólms og tók 35 kg og ég hafði sent eina tösku með vinkonum mágkonu minnar upp á ca 20 kg. Samtals 80 kg! Ég bara skil ekki hvað gerðist því ég keypti mér varla föt hvað þá annað, að vísu gætu þetta verið bækurnar en samt..
Vinkonurnar eru enn með töskuna því ég hef ekki getað komist að því hver þeirra tók hana heim til sín, ég redda því í kvöld vonandi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home