mánudagur, júní 21, 2004

Mmm hádegislist

Ég tók mér ríflegan tíma í hádegismat í dag enda ómótstæðilegt veður. Uppi við Hlemm sá ég hvar skrúðganga mikil kom ofan úr Brautarholtinu með Snorra Ásmundsson fyrrverandi forsetaframbjóðanda sitjandi í amerískum kagga og veifandi fólki sem höfðingi væri. Á eftir fylgdu ástarenglar, eldspúandi með hjartalaga helíumblöðrur og vagnar tveir fullir af verkinu sem verið var að flytja: Sheep plug. Verið var að flytja þetta verk John McCarthy frá Klink & Bank niður í Kling & Bang.
Eftir því sem mér var tjáð eru Sheep plug stórgerðar eftirmyndir butt plug gerðar úr tólg og ull kinda. En mætti maður segja að fitubaseraðir skúlptúrar og extravagansa að hætti ameríkana með krípí undirtón hafi sérlega skírskotun í annan listamann ekki alls ókunnugur Íslendingum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home