mánudagur, júní 28, 2004

Nokkrar umkvartanir á mánudegi

1. Mér finnst farið að bera fullmikið á því að ég sé kallaður "Bróðir Atla Bolla..." Bróðir minn er toppnáungi en ég lít miklu frekar svo á að hann skyldi kalla bróður minn en að ég sé kallaður hans enda er þar um ólíka virðingarröð að ræða.
2. Ég er hættur að nenna að sitja yfir síðasta bjór á reykmettuðum og hávaðasömum börum fram undir morgun án möguleika til nokkurra skemmtilegra samskipta eða annars sem forðar manni frá eirðarleysi sem svona seta kallar óhindrað á. Sumum virðist finnast þetta nægilega afþreyjandi til að stunda þetta en ekki þessi sjálfmiðlari, ó nei. Nú fer ég heim í síðasta lagi 3 eða fyrr ef ekki er skemmtilegra en svo.
3. Hingað til hef ég nú aldrei þótt sérstaklega duglegur að hringja í fólk; vini, kunningja, ættingja o.s.frv. Inga mín er líka sérlega dugleg síma og partíreddinga manneskja en það er ekki þar með sagt að ég vilji ekki að fólk hringi í mig. Ég heimta að ég fái fleiri símtöl en ekkert næstu helgi.
4. Veður.

(Sjá jákvæða umfjöllun um sömu helgi í næstu færslu.)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home