Satt eðli
Hið sanna eðli Sjálfstæðisflokksplebba kemur fram í grein einni á helsi.is þar sem því er haldið fram fullum fetum að vankantar græðgi séu nokkuð óljósir eða eiginlega er þverstæðri fullyrðingu haldið fram að græðgi sé beinlínis góð fyrir samfélagið. (Að vísu trúa mestu frjálshyggjugúrúrarnir ekki á neitt sem heitir samfélag en frjálshyggja sjalla er dutlungum og sérhagsmunum háð.)
Nei ætli það megi nokkuð rekja hergagnaframleiðslu, misnotkun vinnuafls, dópsölu, hórmang og fleira til græðginnar? En bíðum nú við... eru þetta ekki allt hlutir sem ungsjallar eru í meira lagi hrifnir af og vilja að við fáum öll frelsi til að stunda í friði? Merkilegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home