Tvennt í plús í dag
Stríðsfyrirsagnirnar framan á DV eru alveg rosalegar. Ég fell alveg fyrir þeim og finnst þær hrein skemmtun út af fyrir sig. Vilja hirða hús níræðrar konu undir bílastæði - Leysir bílastæðavanda menningarelítunnar. Hvernig getur mann ekki langað til að lesa svon grein, fyrirsögnin hefur allt: lokkandi lýsing sem þarf að fylla betur í með lestri greinarinnar, vekur samúð með veslings níræðri konunni, bendir á illa andstæðinginn sem í þokkabót er óalþýðlegur hópur elítista. Stórbrotið.
Uppgötvaði gamalt uppáhald eftir að löngunin greip mig í síðustu viku og hreinlega varð að kaupa eina dollu af Mysingi. Þetta ásmurða álegg er alveg stórkostlegt, best á rúgbrauð hvers kyns að sjálfsögðu og gjarnan með smjörlagi undir. Ég hef aldrei skilið árásir fólks á Mysing því yfirleitt virðist fólk í raun aldrei hafa smakkað hann en látið útlitið hlaupa með sig í gönur. Nutella og hnetusmjör hafa mjög svipaða áferð eða jafnve ólystugri ef eitthvað er... Mæli með Mysingi!
Og smá að lokum: sá Finn Vilhjálmsson sjónvarpsgaur, laganema og ágætis kunningja minn á leið út í búð. Ég hef oft velt því fyrir mér hvar hann stendur í pólitík. Veit einhver það?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home