miðvikudagur, júní 30, 2004

Tvær fréttir og ein furðun

Á hvort um sig fram- og baksíðu Moggans í dag er að finna tvær fréttir sem við fyrstu sýn kunna að virðast óskyldar en gætu átt töluvert sameiginlegt. Annars vegar er frá Því sagt á forsíðunni að koltvíoxíðs mengun hér á landi sé tíföld sú sem telst meðallosun einhverra tiltekinna landa hvers sameiginlega nafn er horfið úr minni mér. Þetta að sjálfsögðu "per catpita" sem er jú það sem við miðum við. Eflaust eru þetta lönd sem við teljum fullkomnlega samanburðarhæf við okkur og ekki ástæða til að fjargviðrast yfir því. Þá má nú geta þess að "startkostnaður" mengunar í þróuðu ríki er töluverður og því er viðbúið að fámenn ríki á borð við okkar mengi meira en þau sem stærri eru, per capita. Einnig vil ég velta upp þeirri spurningu hvernig við fengum þá meiri CO2 kvóta út úr Kyoto bókuninni ef þetta reynist rétt?
En ástæðunnar fyrir þessum geigvænlega útblæstri þarf ekki að leita lengi enda gætu þeir ekki farið fram hjá manni svo auðveldlega. Þetta eru bílarnir. Og ekki síst jepparnir. Ef einhverjum finnst það ekki klikkun að nota tveggja tonna kerru með á þriðja hundrað hestöfl undir húddinu til að færa sig frá einum stað til annars þá má nú ýmislegt segja um viðkomandi. Og svo kvartar fólk yfir því hvað það borgar mikið í bensín... Ef einhverjum finnst hann borga mikið í bensín og sérstaklega eftir að áskriftin að líkamsræktarstöðinni bættist við, þá hef ég alveg kjörna lausn: að skipta um ferðamáta. Allir geta hjólað 5 km í vinnuna/skólann án vandræða og annað telst nú eiginlega leti í mínum augum. Svo getur maður líka sparað bensín, heilsu barna sinna og minnkað til muna slysahættu við skóla með því að lofa þeim að labba sjálfum. Og þá kemur að hinni fréttinni sem virtist óskyld en hún segir frá því að 20% 9 og 15 ára barna séu of feit. Það skyldi þó ekki vera vegna þess (að hluta) að börnunum er skutlað hvert sem er t.d. í skólann.
Að lokum ætlaði ég að furða mig á því að verkfræðingur sem er að fjalla um innleiðingu nýs tæknikerfis skuli grípa til tilfinningaraka sem réttmæta efasemd um kerfið. Þessi taktík hefur nú ekki tíðkast áður og verður örugglega notuð gegn viðkomandi fyrr en síðar. Tómas Hafliðason segir í grein á Deiglunni Hluti þing- og sveitstjórnarkosninga er ekki síst spennan að bíða úrslitana. Því má ekki glata. Frekar korní að vera á móti rafrænum kosningum og framförum á svona nostalgíu grunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home