Nýr málsháttur
Ekki er skipulagt nema fram í tímann.
Ég rakst af rælni á reglugerð um stafsetningu þegar ég var að leita að z reglum sem ég er að spá í að taka upp hjá sjálfum mér, svona mitt prívat fokk ðe system í stafsetningu. Í téðri reglugerð rakst ég á merka grein, 6. grein 3. kafla sem segir að maður ráði því sjálfur hvort notaður sé stór eða lítill stafur á styttu nafni stofnana eða hluta stofnana. Eitt dæmanna sem tekið er er eimskipafélagið sem stytting á Eimskipafélag Íslands. Svo er sagt frá því að persónugerða hluti má skrifa með stórum staf.
Í gærkvöldi fór ég nokkuð snemma að sofa á minn mælikvarða, svona hálfeitt. Þetta eftir að hafa horft á Góðkunningja lögreglunnar, mynd um Tyrkjann Keiser Söze sem þó kemur merkilega lítið við sögu miðað við að hann er eftirminnilegasta persóna myndarinnar.
Ég verð að segja það að vinir mínir á pólitík.is valda mér vonbrigðum þessa dagana. Þar finnst mér pennarnir skrifa með blárra bleki en áður og eiginlega eins og að frjálshyggjan sé þar skærasta ljósið.
Það liggur nú eiginlega ljóst fyrir að allt brjálæðið í aukningu öryggisgæslu á flugvöllum eftir 11. september er næsta tilgangslaust eins og bent hefur verið á. Vissulega lítur það vel út að auka eftirlit og er líklegt til að auka tiltrú almennings á öryggisstofnunum en árangurinn er allt önnur ella. Frá því er sagt í heimsfréttunum að 4 af 5 flugræningjunum sem réðust á BNA haustið 2001 sættu leit er þeir fóru gegnum málmleitarhlið auk annars þess eftirlits sem við þekkjum öll. Það er til einskis að leita ef maður veit ekki hvers er leitað, þessara manna var ekki leitað og því fundust þeir ekki við öryggisskoðun. Hryðjuverkasamtök verða viss um að beita þeirri kænskulegu tækni að nota óþekkt andlit til að framkvæma illvirki sín í framtíðinni.
Fréttablaðið girðir alltaf niðrum sig reglulega svona bara til að minna á hversu billegt blað það er. Í dag er t.d. frétt um nýja iPodinn og við hliðina er svo mynd af slíku tæki. Myndin er þó ekki af því sem fréttin fjallar um því hún fjallar um nýjustu útgáfuna en ekki þá elstu sem myndin er af...
Maður rekst á furðulegustu reglur á leið sinni gegnum regluverk hins opinbera, þ.á.m. Reglur um jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem hefur þann eina tilgang að safna hluta af skatti Reykvíkinga til að deila peningunum svo út meðal minni byggða sem ekki hafa efni á að reka skóla, vegi o.þ.h. Hitt er Reglugerð um leigubifreiðar þar sem það er skýrt tekið fram að á höfuðborgarsvæðinu skulu ekki vera fleiri en 520 leigubílaleyfi.
Kæru lesendur, ekkert er að óttast ég er enn við líf. Það var heilsan sem brást í síðustu viku og ég lá heima í móki og eymd og volæði. Ég þakka þeim sem hringdu og gáfu hreystandi orð.
Þetta er frumraun mín að skrifa blogg með tölvupósti. Ég skrifa
Er ekki annars komin smá sólarglæta á himninn?
Ég er í mótmælaaðgerðum gegn fáránlega ósumarlegu veðri og ekki síst gegn áróðursherferð Veðurstofunnar sem reyndi að halda því fram að júní hefði nú ekki verið svo slæmur með meiri sól og hita en í meðalári. Ég held nú að sólin hafi skinið á nóttunni aðallega og kannski hitinn hafi verið meiri þá líka en ekkert sem um munaði fyrir mig sem sef á nóttunni sko.
words are poisoned darts of pleasure.
F. Ferdinand ´04
Ég má til með að minnast á það að Prada línan fyrir karlmenn vorið 2005 er eitthvað aðeins of mögnuð. Myndir má nálgast hér.
Er ekki einhver þarna úti sem langar í drykk eftir vinnu? Ég held ég fari á KB að fá mér bjór um fimmleytið og þætti betra að sitja ekki einn.
Ég er að spá í að lýsa því yfir að Friendster gæti átt comeback í sumar eða kannski eitthvað af nýrri sósjal network kerfum eins og Orkut. Mig langar að einhver bjóði mér inn sem Orkut vinur sinn, maður getur nefnilega alls ekki skráð sig heldur verður einhver að bjóða manni. Getur einhver boðið mér?