fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Dóri í Kastljósinu

Halldór reyndi að verja sínar ráðstafanir (sjá fyrra blogg) og gat eigi. Hans besta nálgun við svar var að það þurfi að velja þá sem ráðherra sem eiga bitlinga von og teljast til innri hrings flokksins. Jafnframt tók hann fram að ráðherrar væru ekki valdir vegna hæfileika sinna og notaði þar líkinguna "Ráðherrar eru ekki ráðnir eins og forstjórar einkafyrirtækja."
Siv sagði í raun beint út að sér hefði verið hafnað vegna þess að hún er kona:

?Þessi niðurstaða er reyndar þvert á samþykktir helstu stofnana flokksins, eins og flokksþings, kvennanna og ungliðanna okkar líka og hún er ekki í anda þess sem við höfum viljað sjá í kjördæminu, við framsóknarmenn. Og reyndar er niðurstaðan líka þvert á allar þessar almennu hefðir sem miðað hefur verið við þegar ráðherrar eru valdir. Það er alveg ljóst að það þarf að efla jafnréttisumræðu í landinu, að mínu mati."

Eða af hverju skyldi þurfa að efla jafnréttisumræðuna í landinu í kjölfar þessa máls?

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Framsóknarvesenið

Ekki það að ég vilji vera að reka nefið óþarflega mikið ofaní Framsóknarkoppinn svona ef eitthvað af fýlunni skildi verða eftir í nasaholunum en Framsóknarkonur hafa borið tiltekið vandamál á torg sem vert er að ræða.
Málið snýst um það að hópur kvenna biðlar til þingflokksins að hafa í huga gildi kvenna, jafnvel tiltekinna kvenna þegar ráðherrahrókeringarnar fara fram og vísa þær m.a. til samþykktrar stefnu flokksins. Af einhverjum ástæðum fara svona bónir alltaf fyrir brjóstið á karlrembum þessa lands sem eru nú reyndar ekki svo fáar og af báðum kynjum. Það er engu líkara en að þetta fólk telji að bestu ákvarðanirnar séu teknar á einhvers konar auto-pilot með Konfúsískri stóuaðferð, nefnilega að ræða ekki neitt og velta ekki upp vandamálum til umræðu og úrlausnar heldur að viðvarandi kynjamisrétti muni daga uppi ef horft er fram hjá því. Kannast einhver við orðatiltækið að stinga hausnum í sandinn?
Í hvert sinn sem "umdeildar" umbætur á samfélaginu s.s. jafnrétti kynjanna, umhverfismál og fleira í þeim dúr ber á góma að þá er tiltekin herdeild kominn í spíssaða varnarstöðu gegn umræðunni og heimtar að af skoðana uppáþrengingunni sé látið, málin leysi sig best sjálf og þess vegna sé það bara hrópandi misrétti að reyna að leysa vandamálin.
Þessi tilteknu gerð samfélagsvandamála má líkja við reikninga, t.d. símreikninga því þau eru eins konar mínus á réttlætis innistæðunni. Sumir þessara reikninga eru reyndar svo löngu gjaldfallnir að dráttarvextirnir eru himinháir en hjá því er nú reynt að líta nema ef fólk telst herskátt. Og þessir reikningar eru alveg jafn leiðinlegir og símreikningar að því leyti að þeir verða ekki greiddir nema með peningum sem ekki verða fengnir aftur og það eru engin dæmi þess að reikningar borgi sig sjálfir bara ef horft er fram hjá þeim.
En aftur að þessu tiltekna dæmi, heldur einhver virkilega að ef Siv Friðleifsdóttir fer út en Jón Kristjánsson situr áfram að þar hafi ráðið reglan um að sá hæfari sitji áfram?

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Bókakaup

Auglýst er eftir eftirtöldum bókum:
  • Kreyszig, Stærðfræðigreining
  • Principles of geotechnical engineering
  • Fluid mechanics

Hafið þér þessar bækur undir höndum leitið þá umsvifalaust til undirritaðs gegnum tölvupóstfangið sverrir(hjá)gmail.com.