fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Apple ryður brautina

Viðmótshönnun á la iTunes smitar út frá sér og hefur ruðið sér inn í leit í annars konar söfnum. Sente er forrit sem leitar í vísindatímaritum og gagnasöfnum. Gæti komið sér vel við háskólarannsóknir og svona.
Svo rakst ég ritvinnsluforrit sem er í LaTex stíl. Fyrir þá sem ekki þekkja LaTex þá er það einskonar html mál nema fyrir ritað mál um tæknileg eða stærðfræðileg mál enda auðvelt að beita allskyns táknum. Þetta forrit heitir allaveganna Ulysses og leyfir manni að sleppa undan umbrotsoki nútíma ritvinnsluforrita, skilur textann og umbrotið að svo hugsunin haldis hrein.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Og eitt annað

Í tilefni af degi íslenskrar tungu verð ég með eitt af mínum sívinsælu tungumálahornum, þessir pistlar hafa stundum sett þjóðfélagið á annan endann en í ár mun ég einbeita mér að því jákvæða sem gerzt hefur í málrækt á Íslandi.
Auðveldast væri að sjálfsögðu að benda fingri til austsuðausturs til Danmerkur og segja: ?Ha! Við erum betri en þið í málrækt.? En það væri nú ekki neitt til að bera sig saman við því allir vita að Danir vinna skipulega að niðurrifi síns tungumáls. En nóg af Danarógi.
Ég sá það t.d. í rannsóknum mínum á gömlum blöðum í gær að fyrir miðja síðustu öld var ekki til orð fyrir gulrætur heldur voru þær kallaðar ?carrotur.? Flestar stéttir (að kvikmyndaframleiðendum undanskyldum) hafa innan sinna raða mjög svo virka nýyrðasmiði sem hjálpa til við að gera sértæk orð skiljanleg á tungumáli sem er okkur eðlilegt.
Svo held ég að draga megi þá ályktun að stafsetning og greinarmerkjasetning sé mun betri í dag en fyrr í nútímanum eða svo er að minnsta kosti mín reynsla þegar ég skoða eldri texta sem ekki hefur sætt stífri ritstýringu.
Mörg fyrirtæki vinna hörðum höndum að því að íslenska vinnu sína og framleiðslu og vöktu tvö þeirra athygli á sér í Mogganum í morgun: Apple búðin svo og AEG (Bræðurnir Ormsson)sem hafa þýtt og staðfært stýrikerfi tölvu annars vegar og þvottavélar hins vegar. Virðingarvert framtak og móðurmálsunnendur ættu að sálfsögðu að beina viðskiptum sínum til þessara fyrirtækja.
Fréttir af degi íslenzkrar verða birtar jafnóðum og þær berast.
Til hamingju með daginn Jónas H!

Og eitt annað

Í tilefni af degi íslenskrar tungu verð ég með eitt af mínum sívinsælu tungumálahornum, þessir pistlar hafa stundum sett þjóðfélagið á annan endann en í ár mun ég einbeita mér að því jákvæða sem gerzt hefur í málrækt á Íslandi.
Auðveldast væri að sjálfsögðu að benda fingri til austsuðausturs til Danmerkur og segja: ?Ha! Við erum betri en þið í málrækt.? En það væri nú ekki neitt til að bera sig saman við því allir vita að Danir vinna skipulega að niðurrifi síns tungumáls. En nóg af Danarógi.
Ég sá það t.d. í rannsóknum mínum á gömlum blöðum í gær að fyrir miðja síðustu öld var ekki til orð fyrir gulrætur heldur voru þær kallaðar ?carrotur.? Flestar stéttir (að kvikmyndaframleiðendum undanskyldum) hafa innan sinna raða mjög svo virka nýyrðasmiði sem hjálpa til við að gera sértæk orð skiljanleg á tungumáli sem er okkur eðlilegt.
Svo held ég að draga megi þá ályktun að stafsetning og greinarmerkjasetning sé mun betri í dag en fyrr í nútímanum eða svo er að minnsta kosti mín reynsla þegar ég skoða eldri texta sem ekki hefur sætt stífri ritstýringu.
Mörg fyrirtæki vinna hörðum höndum að því að íslenska vinnu sína og framleiðslu og vöktu tvö þeirra athygli á sér í Mogganum í morgun: Apple búðin svo og AEG (Bræðurnir Ormsson)sem hafa þýtt og staðfært stýrikerfi tölvu annars vegar og þvottavélar hins vegar. Virðingarvert framtak og móðurmálsunnendur ættu að sálfsögðu að beina viðskiptum sínum til þessara fyrirtækja.
Fréttir af degi íslenzkrar verða birtar jafnóðum og þær berast.
Til hamingju með daginn Jónas H!

mánudagur, nóvember 15, 2004

Rannsóknardagur

Nokkuð fróðlegar (aldrei þessu vant) umræður um framtíð RÚV á stöð 1. Ekki að það komi lesendum Sjálfmiðlunarinnar á óvart en ég er mikill stuðningsmaður ríkisútvarps yfir höfuð. Mér finnst báðar rásir hljóðvarps alveg hreint afbragð svona yfirleitt. Ég varð fyrir þeirri leiðinlegu reynslu að stilla á Bylgjuna þegar ég var að bíða eftir fréttum og tónlistarvalið var svo hræðilegt að ég er enn að jafna mig. Mig minnti að þetta væri svona þar á bæ.
Dagurinn fór mikið í rannsóknarvinnu fyrir 80 ára annál Stúdentablaðið þar sem ég kíkti gegnum bæði gamla Mogga og Stúdentablöð. Meðal þess sem ég lærði þar var að Converse skór (reyndar stígvél) hafa verið seld síðan 1920 eða fyrr hér á landi. Sama gildir um Royal lyftiduft. Þá var það nokkuð merkilega til siðs að tilkynna um trúlofanir og brúðkaup stúdenta í Stúdentablaðinu. Ég verð nú að segja að það er bara nokkuð kósí að sitja yfir gömlum skjölum á Þjóðdeild bókhlöðunnar. Ég naut þar liðsinnis Braga bróður hans Eika sem ætti reyndar að fá tölvupóst frá mér bráðum... Eiki er ekki gleymdur ég bara hef ekki komið hugsunum til hans í ritvinnslu.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ótrúlegur listamaður

Ég má til með að benda á hreint ótrúlegan listamann; ljósmyndarann, kvikmyndagerðarmanninn og MH-inginn Börk Sigþórsson. Ég hefði svo sem mátt vita að hann væri starfi sínu vaxinn en þessar myndir eru bara eitthvað meira. Mystísk áferð á öllu og lokkandi sögur í syrpunum.

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Ófrelsi vals

Stílgúrúinn og menningarspæjarinn Tyler Brûlé sem bar hitann of þungann af *Wallpaper meðan það var undirstöðurit í öllu sem var að gerast ca. 2000 skrifaði grein í NY Times Style. Hann spáir fyrir um komu über markaðsins til að leysa súper markaðinn af. Og nei ekki er spáð að valið aukist heldur dragist saman, fókúserist. Hann hefur séð það sem ég hef oft haft á tilfinningunni að minna val sé minna vesen. Einhverjir frakkar reyndu að sannfæra mig s.l. vetur um að einhverjir kostir fylgdu því að geta eytt korteri í að velja sér jógúrt, ég var ekki sannfærður.

I stood stunned in the juice section, unable to shake a single, disturbing thought: Erich Honecker's East Germany did have its upside -- a luxurious lack of choice.
[...]
At some point a worthy, right-minded think tank will mount a global survey about which nations spend the most time aimlessly meandering supermarket aisles. My guess is that the United States will top the list by a significant margin.
[...]
The smartest of the bunch would take the daring step to invest in a radical rethink of the whole supermarket experience and commission a study to come up with a food store that woos customers not with endless aisles of competing labels, but with a limited assortment of both essential and exclusive products.

En þetta er í sjálfu sér ekkert vandamál hér á landi, síður en svo. Ég held að Tyler ætti að heimsækja Melabúðina til að þróa þessa hugmynd sína.

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Langlundargeð eða launaleysi?

Við skötuhjúin vorum að slafra í okkur laugardags burrito yfir Spaugstofunni sem er nú alveg ágæt endrum og sinnum þótt ekki væri nema að þeir einir fjalla um málefni líðandi stundar. En þar var sem sagt fjallað um þetta fræga langlundargeð og mótmælaógleði mörlandans. En hvernig er þessu nú eiginlega háttað? Láta Íslendingar ganga yfir sig mótmælalaust og gleymum við yfirganginum í einni svipan? En hverjir eru það þá sem alltaf eru að mótmæla úti í heimi sem við svo þráum að vera eins og? Varla eru það Kanarnir og ekki eru það Kínverjar svo mikið er víst. Svíar sem eru mjög meðvitaðir og mótmælaglaðir segja það nákvæmlega sama og Íslendingar, aldrei getum við risið upp og mótmælt... Allir virðast líta til Frakka í þessum efnum en ég er sannfærður um að meðal frakkinn fer ekki oftar út á götu en Svíi eða Íslendingur þótt einn og einn bóndi sé frægur fyrir að gefa skít (bókstaflega) í McDonalds og þótt flutningakerfið sé iðulega óstarfhæft. Og sannast sagna get ég ekki séð að þessir frakkar hafi það neitt betra en við sem mótmælum minna.
En á þessu er þó annar flötur og það er það hvernig að mótmælum er staðið. Eru mótmælin það sem að gert er þegar fólk er úti á götu með borða í hönd og slagorð í munni eða eru þau bara holdleg birting þess starfs sem unnið er í gagnasöfnun og tilraunum til að hafa áhrif á valdsmenn og hagsmunaaðila? Er ekki málið það að í stærri samfélögum eru bæði sjálfstæðar og ríkisreknar stofnanir sem vinna að því allan ársins hring að standa vörð um ýmis hagsmunamál almennings. Safna, túlka og miðla upplýsingum sem nýtast í baráttu fyrir hinum ýmsu málum. Svona lobbýista, watchdog, hagsmunasamtök eru jú bara ekki til hér nema í mýflugumynd. Mannréttindasamtök Íslands eru ein slík regnhlífasamtök og þau standa nú ekki svo vel , voru svipt sínu fjármagni frá dómsmálaráðuneytinu. Bæði ríki og almenningur þurfa að styðja svona starfsemi til að bæta samfélagið.

laugardagur, nóvember 06, 2004

Endurvakin vitleysa

Fyrir einum þremur árum eða svo var gert mikið húllumhæ og margar þrívíddartölvumyndir teiknaðar af einhverju sem kallast átti þekkingarþorp á Urriðaholti. Þar fór fyrir skildi náungi frá Navís Landsteinum sem ég man nú ekki hvað heitir í svipinn. Hans vopnasystir var Ásdís Halla bæjarstjóri í Garðabæ. Urriðaholt er sem sagt í Garðabæ og hverjum sem er mun fyrirgefið að þekkja ekki þetta holt í hraunbreiðu sem átti að verða að miðstöð þekkingariðnaðar á Íslandi.
Nú vil ég ekki taka frá fólki draumsýnir og metnað um merkar framfarir á litla landinu okkar en mér þykir best að neyta míns metnaðar með hæfilegum skammti af raunsæi. Þessar hugmyndir komu undir í samneyti væntinga og tækniframfara sem risu sem hæst hér um aldamótin og áttu sér samsvörun í Kópavogi og Reykjavík þar sem vísindagarðar sem þessi voru ráðgerðir. Kópavogur féll frá sínum hugmyndum og ætlar að byggja íbúðablokkir þar sem vísindagarðar í Lundi áttu að vera og ég hélt sannast sagna að Garðbæingar hefðu séð fáránleikann í þessu þegar allir aðrir höfðu vaknað af bjartsýnisfylleríinu og hugsuðu með sér eilítið sárir á sál og líkama og dálítið sorrí, sjitt hvað var ég að spá?
Ég sótti fund um þetta mál á sínum tíma og varpaði þar fram þeirri spurningu hvort Ásdís Halla og Co. hefðu nokkuð rætt áform sín um að HÍ myndi opna útibú með tæknideildum sínum við nokkurn þar eða kannski bara hjá Menntamálaráðuneytinu. Nei ekki höfðu þau svo sem hugsað fyrir því þá og frú Bæjarstjóri var svo impóneruð af þessari áleitnu spurningu minni að hún sá ástæðu til að nálgast mig eftir fundinn og spyrja mig nafni og stöðu. Og jú það stóð heima að þar sem ekki stóð til að stofna neinn háskóla á svæðinu að þá varð ekkert úr þessari djörfu hugmynd.
Og svo jafn harðan og fréttist af væringum á Háskólamarkaði eru þessar zombí hugmyndir dregnar fram í dagsljósið og að þessu sinni eru skissurnar bara blýantsteikningar. Ekki veit ég hvort þessi æsti tölvunjörður frá Navís Landsteinum (sem heitir eitthvað allt annað í dag held ég) hafi egnað frú bæjarstjóranum út í þetta ævintýri líka en ég get ekki gert að því að taka eftir því að zombíið virðist skammast sín svo afhjúpað í dagsbirtu, eins og það var nú sæmilega álitlegt í myrkri og vímu á sínum tíma.
Spurningarnar eru bara, af hverju í ósköpunum ætti verkfræðideild HR að flytjast í Garðabæ á óbyggt svæði með öllu? Af hverju ætti fámennt land að dreifa athygli sína í marga þekkingargarða þegar skipulag slíkra eru komnir langt á leið í Vatnsmýrinni? Af hverju ekki að taka sameiginlega þátt í einni öflugri einingu, fær um að svara alþjóðlegri samkeppni? Og svo eru einhverjir Framsóknarmenn að röfla um að flytja rannsóknarstofnanir atvinnuveganna út á land til að styrkja landsbyggðina... ó grimma veröld.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Hvað með hina?

Mér þykir fremur leitt hvernig komið er fyrir Þórólfi borgarstjóra núna. Það verður eftirsjá af honum úr borgarstjórastóli þegar (ef) hann stígur niður. En ég skil bæði hans afstöðu og þeirra sem ekki bera sama traust til hans nú eftir þetta olíusamráðsmál. Þegar litið er yfir málið er samt alveg ljóst að hann er nú vart nema peð þegar litið er til umfangs málsins og til þess hversu langan tíma þessir viðskiptahættir hafa viðgengist.
Markverðast í umræðunni síðustu daga er ekki þáttur Þórólfs heldur skortur á upplýsingum um þátt hinna: Einars Benediktsonar, Hjörleifs Jakobssonar og Kristinns Björnssonar. Af hverju eru þeirra nöfn og andlit sett á þetta mál frekar en Þórólfs?

Einar Benediktson

Sameiginlegt

Ef þú hefur einhvern tímann velt fyrir þér hvað öll samfélög eiga sameiginlegt í heiminum þá er hérna listi.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Meira gosið

Bragi vinur minn er að leika Miegnon eða eitthvað svoleiðis og það virðist hafa valdið eldgosi í Grímsvötnum.
Það er verið að tala um að kaupa bara bensín hjá stóru olíufélögunum til að láta þeim svíða aðeins illa meðferð á fólki. Fyrst þegar ég sá þetta í morgun kveikti ég ekki alveg á hugmyndinni og hélt að fólk ætlaði að hætta að kaupa olíu hjá þeim kaupa bara bensín. Nei hugmyndin reyndist sem sagt vera að kaupa ekkert nammi, engar pulsur og þannig. Ég get nú komið með svo sem nokkur ráð sem mér þykja róttækari.
*Kaupa ekkert bensín og nota hjólið
*Kaupa ekkert bensín (beint) og taka strætó
*Kaupa bensín hjá Atlantsolíu
En ég spái því þó að mesta slagkraftinn í hefndaraðgerðir olíuneytenda komi frá útgerðarfélögunum. Íslensk Olíumiðlun, tiltölulega nýtt fyrirtæki gæti nýtt sér þessa stöðu og fær eflaust velvild fiskiskipaflotans í kjölfarið.