Bolir og belgir
Dieselsweeties eru með mjög kúl boli. Sjálfur er ég að spá í að fá mér "I had an iPod before you knew what one was" bolinn. Ég mæli líka með "My name is M.C. Menses and my flow be fresh" svo má ég til með að minnast á hinn sígilda sannleika "Nothing is any good if other people like it." Það á t.d. við um tónlist sem var kúl en fór svo í spilun á Effemm og varð instantly mainstream og hallærislegt drasl.
Nú til dags er það þó fágaðri skemmdarverkastarfsemi sem fer í mig og ber þar helst að nefna þegar gott vín fær einhvern drasl femin.is eða Bylgju bleðil á sig. Hver myndi í alvörunni kaupa vín sem er Fólk með Sirrý vín eða Bylgju vín?? Inga skammaðist sín bara niður í gólf um daginn þegar hún áttaði sig á að vínið (Rosemount Cabarnet/Merlot gott eitt og sér) sem hún hafði keypt var vín mánaðarins hjá femin.is... Ég meina maður gerir ekki svoleiðis mistök tvisvar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home