Fjöldamorð í röðinni
Síðasta vetur var einn allra vinsælasti skemmtistaður Stokkhólms opnaður aftur eftir nokkurra ára hlé. Sture Compagniet við Stureplan var staðurinn til að vera á fram til ´94. Þar var tónlistin, fólkið og opið til 5 þegar hinir loka 3.
Svo var það fyrir 10 árum í dag að náunga var neitað um aðgang og að honum fannst var gert lítið úr honum fyrir framan alla röðina sem beið eftir að komast inn. Hann og félagarnir voru pirraðir, þreyttir og með kóla í nös, drifu sig heim og náðu í hríðskotara. Svo plöffuðu þeir niður 5 manns eins og ekkert væri, allt krakkar 21 eða 22ja ára gamlir.
Þetta lifir mjög í minningu Stokkhólmsbúa og ég hefði ekki getað komist hjá að heyra talað um þetta nokkrum sinnum þann tíma sem ég var þar úti. Reyndar gerðist það að dyravörður var skotinn í Kungsträdgården við svipaðar aðstæður þegar ég var nýkominn út. Biðraðir við sænska skemmtistaði eru ekki heilbrigðar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home