fimmtudagur, desember 02, 2004

Fullveldi með foresetanum og frú

Ég gerðist svo æði mikið merkikerti í gær að fara í heimsókn til forseta íslenska lýðveldisins þangað sem mér var boðið ásamt öðrum forkólfum í stúdentalífinu. Þið munuð hafa séð mig á síðum Stúdentablaðsins undanfarið vænti ég og vegna þessa mikilvæga embættis míns var mér boðið að taka þátt í hátíðarhöldum stúdenta á Bessastöðum. Ég snapaði far með Magga kollega mínum á blaðinu og hans kærustu sem var í óðaönn að naglalakka sig í bílnum þegar þau flautuðu utan við Fálkagötuna. Hristingurinn var slíkur að við neyddumst til að koma við í apóteki og kaupa asetón og bómull. Dorrit sá svo ástæðu til að hrósa henni fyrir refinn sem hún bar um hálsinn þegar við heilsuðum þeim hjónum í Suðurstofunni.
Fólkið var að tínast inn, Páll Skúla, Ármann Snævarr, Vigdís Finnboga, Ingibjörg Sólrún o.fl. þegar Ólafur R. sló í glas og hélt tölu. Anna Pála hafði svo á orði að ræða forsetans hefði verið hressilega ólík þeirri sem hún heyrði hjá honum í haust þegar hún var þar vegna ICEMUN. Honum fannst það hressandi eins og við var að búast. Sjálfur var ég svo dasaður vegna blóðskorts og cava á fastandi maga að ég forðaðist umræðuefni sem kröfðust mikillar greiningar við.
Bessastaðir eru flott pleis með skemmtilegu bókasafni þar sem Dorrit stóð í djúpvitrum umræðum um Íraksstríðið og ástand heimsmálana við ýmislegt fólk með ýmsar skoðanir. Ég hafði mig lítið í frammi taldi mig geta lært meira af að hlusta en að blaðra.
Svo var tilkynnt hátt og snjallt af forsetans einkaþjóni að rektor skyldi halda tölu. Við sem höfðum þvælst upp á loft að skoða misfagra gjafir erlendra þjóðhöfðingja hentumst niður og hlýddum Pál pæla. Tölur dagsins voru á línunni sem gefin var fyrr um daginn ?Konur og fullveldi.? Páll bað konurnar í lengstu lög að beita okkur karlmenn ekki sömu kúgun og við þær þegar þær tækju við.
Forsetinn tilkynnti svo að hann myndi kveðja fólk í Suðurstofunni, kjúið gefið: allir heim.
Við Maggi, kærastan hans og Bragi Skafta fórum og slöfruðum í okkur tilboð B á Indókína til að fylla upp í snittuleysið í maganum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home