laugardagur, desember 18, 2004

Próflok

Síðasta prófi er lokið. Kláraði próf í stærðfræðigreiningu í morgun (eða nokkur dæmi a.m.k.) svo nú er bara kæruleysi sem bíður.
Er að horfa á Gísla Martein, borða búrító og sötra Beaujolais Nouveau ´04. KK og Ellen systir hans sungu og spiluðu. Ég minntist á það flissandi við Ingu að KK þýðir á sænsku knull kompis sem er sem sagt andstæða platónsks sambands. Kemur á daginn að skrattakollurinn bjó í Svíþjóð og Ellen systir hans sagði meira að segja KK upp á sænsku þarna í þættinum svo hann veit alveg hvað hann syngur.
Beaujolais er annars sull og minnir um margt á eigin heimabrugg hér um árið.
Er ekki annars merkilegt hvað Stuðmenn eru miklir áhrifamenn í samfélaginu og hvernig þessum hópi tekst að vera sívinsæll?

1 Comments:

Blogger glamurgella.blogspot.com said...

Ohh þú ert svo flippaður Sverrir! Þetta er svo flippað útlit á síðunni..Flipp!

4:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home