fimmtudagur, desember 02, 2004

Sultin

Pólitíkin í stofnunum hér á landi er verulegar farin að fara í taugarnar á mér en það er svosem ekki það hættulegasta. Með pólitík í stofnunum meina ég ekki þá pólitík sem stofnanirnar reka heldur sú pólitík sem ráðamenn hafa um stofnanir.
Nýjasta dæmið er Náttúrufræðistofnun en nefna mætti Mannréttindaskrifstofu Íslands, Þjóðhagsstofnun og ætli listinn nái ekki út fyrir mitt takmarkaða minni. Ég hef trú á stofnunum að því gefnu að þær séu samkvæmar sjálfum sér, sjálfstæðar í vinnubrögðum og verkefnavali og vel fjármagnaðar. Vel á þá við bæði magn og gæði.
Stofnanir og samtök eru mikilvæg fyrir lýðræðið og umræðuna því þær hafa mátt til að standa upp í hárinu á stjórnvöldum án þess að þurfa að ganga erinda sérhagsmunaaðila heldur geta verið málsvarar almennings.
Tökum dæmið sem Náttúrufræðistofnun er. Þar eiga menn að hafa það fyrir stafni að safna upplýsingum um náttúru Íslands í allri sinni dýrð. Og að safna upplýsingum um svo víðfeðma dýrð kostar peninga, nokkuð mikla peninga, peninga sem raunar hafa aldrei verið til. Safnið er í bráðabirgðahúsnæði síðan fyrir einhverjum áratugum síðan. Helstu verkefnin hafa aldrei komið til framkvæmda. A.m.k. ekki fyrir rétta peninga. Helsti kostunaraðili náttúrufarsrannsókna hér á landi er... bam bam bammm Landsvirkjun. Og hvað þýðingu skyldi það hafa fyrir andmælarétt þeirrar stofnunar til dæmis þegar sökkva á friðlýstum svæðum eða einstökun náttúruminjum?
En meginniðurstaðan er að ef ríkisstjórnin ber niður þá sem henni eru ósammála þá kemur það þeim eða fulltrúum þeirra í framtíðarkynslóðum í koll. Einhverjir munu benda á að málfrelsi einkasamtaka mun sennilega alltaf virt í samfélagi eins og okkar og að þau munu geta haldið baráttunni áfram telji þau málstaðinn verðugan. Kannski eftir mikla vinnu og hörmungar já, þá er það í raun satt. En ég tel að ríkisstjórnin eigi að styrkja andstæðinga sína til að tryggja að ekki þurfi að berjast gegn áframhaldandi hörmungum heldur hafa styrkar stofnanir sem geta komið í veg fyrir hörmungar áður en berjast þarf gegn þeim. Því vinur er sá er til vamms segir. Og what goes around comes around en það er það hættulegasta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home