miðvikudagur, desember 08, 2004

Um bróður minn aftur

Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki getið heimilda þegar ég hlekkjaði á samskeyttu myndina af bróður mínum og Benna en einhver Snati ku eiga veg og vanda að mynd þessari.
Fólk er svo minnt á að kynna sér og kaupa jólaplötuna Stúf sem Atli gaf út nú á dögunum. Ég er búinn að hlusta á hana einu sinni eða tvisvar og get alveg óhikað mælt með henni, svo þykist ég vita að hún muni hafa mikið gildi sem safngripur í framtíðinni. Lagalistinn er svo:

1. Ókind: Jólakötturinn
2. Hermigervill: Jólasull
3. Topless Lation Fever: Göngum við í kringum
4. Doddi: White Christmas
5. Lokbrá: Ó, helga nótt
6. Atli &: Ristaðar kastaníur
7. bob: Clowns in Christmastown
8. Isidor: Jóla - jólasveinn
9. Hjaltalín: Mamma kveikir kertaljós


Með kaupum á plötunni ertu líka að hjálpa Mæðrasyrksnefnd sem hjálpar m.a. fátækum fjölskyldum að halda jól. Góð tónlist, góður málstaður og góð jól.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home