Eftir afmælið á afmæli Benna
Já hann Benni Hemm minn á afmæli í dag og hann situr víst á Sirkus núna að sötra bjór, er að velta fyrir mér hvort ég eigi að hlaupa niður eftir og sötra einn með honum.
Annars var fundur með Samtökum um betri byggð í eftirmiðdaginn. Við erum hugsi vegna þess hvernig mál æxluðust á fundi Samfylkingarinnar fyrir norðan. Mér líst ekkert á það ef Vatnsmýrin verður gerð að einhverjum landamærum borgar og landsbyggðar. Ég verð að telja það misskilning fólks á landsbyggðinni ef það telur meiri hagsmuni í flugvelli en byggð í Vatnsmýrinni. Ég hef fyrir því tiltekin rök sem ég mun rekja í nánari dráttum hér síðar. Athugasemdir og tillögur vel þegnar um þetta mál.
Af afmælisdeginum mínum er það að frétta að eftir vel heppnað partí á laugardagskvöldið var brunað í hádegismat (morgunmat kannski) heima hjá Ömmu Ingu og setið yfir kaffi. Tók svo árlegan útvherfa rúnt. Mamma og pabbi buðu í nautasteik um kvöldið og leikhús var næst á dagskrá. Sáum Híbýli vindanna í Borgarleikhúsinu. Langt verk, dálítið ruglingslegt til að byrja með en átti sína góðu spretti sem náðu tökum á manni. Þó fannst mér sagan fremur illa passandi á svið almennt. Ég held að meira að segja bíómynd myndi ekki ná sögunni almennilega, það þyrfti langra framhaldsþátta við.