mánudagur, janúar 31, 2005

Eftir afmælið á afmæli Benna

Já hann Benni Hemm minn á afmæli í dag og hann situr víst á Sirkus núna að sötra bjór, er að velta fyrir mér hvort ég eigi að hlaupa niður eftir og sötra einn með honum.
Annars var fundur með Samtökum um betri byggð í eftirmiðdaginn. Við erum hugsi vegna þess hvernig mál æxluðust á fundi Samfylkingarinnar fyrir norðan. Mér líst ekkert á það ef Vatnsmýrin verður gerð að einhverjum landamærum borgar og landsbyggðar. Ég verð að telja það misskilning fólks á landsbyggðinni ef það telur meiri hagsmuni í flugvelli en byggð í Vatnsmýrinni. Ég hef fyrir því tiltekin rök sem ég mun rekja í nánari dráttum hér síðar. Athugasemdir og tillögur vel þegnar um þetta mál.
Af afmælisdeginum mínum er það að frétta að eftir vel heppnað partí á laugardagskvöldið var brunað í hádegismat (morgunmat kannski) heima hjá Ömmu Ingu og setið yfir kaffi. Tók svo árlegan útvherfa rúnt. Mamma og pabbi buðu í nautasteik um kvöldið og leikhús var næst á dagskrá. Sáum Híbýli vindanna í Borgarleikhúsinu. Langt verk, dálítið ruglingslegt til að byrja með en átti sína góðu spretti sem náðu tökum á manni. Þó fannst mér sagan fremur illa passandi á svið almennt. Ég held að meira að segja bíómynd myndi ekki ná sögunni almennilega, það þyrfti langra framhaldsþátta við.

föstudagur, janúar 28, 2005

Viðbjóður

Ég mátti bara til með að segja að auglýsingin með barninu sem hleypur fram af svölunum er alveg viðbjóðsleg. Ég fæ alltaf langa ónotatilfinningu eftir að hafa séð hana.

Afturkoma

Þó svo að enginn hafi beðið um það þá sný ég aftur úr bloggfríi mínu með þessari færslu. Lengi hefur mér leiðst að blogga en leiðinlegra þykir mér eiginlega að blogga ekki. Lífið náttúrulega hundleiðinlegt í stórum dráttum en í hinum fínari svo yndislegt. Svo dettur mer bara svo oft eitthvað skemmtilegt í hug að skrifa umþ

Við Maggi félagi vorum útilokaðir frá saunu Háskólans áðan sökum hóps óðra drykkjurúta sem daglega eru kallaðir ?prófessorar.? Þessi hópur gengur nú um samfélagið með hávaða raust og heimtar stéttaskiptingu. En við munum svara með króki móti bragði og mæta fyrr en þeir næsta föstudag og útiloka þá. Meðal þeirra má nefna Jónas Elíasson og Júlíus Sólnes hvori tveggja skorarformenn í Byggingaverkfræðiskor.

Partí verður heima hjá mér annað kvöld vegna afmælisins mikla, fjórðungur úr öld, hálfþrítugur orðinn strákurinn. Ef þú lest þetta er þér boðið því ég býst ekki við að svo margir utanaðkomandi pikki þetta upp svo fljótt, ekki einu sinni hún þarna Hugadóttir sem gerði allt vitlaust með aðdróttunum og gífuryrðum hér um árið. En hún mætti samt koma. Ég er í símaskránni.