föstudagur, febrúar 18, 2005

Veikindi og leiðindi

Uss það hlaut að koma að því að viðbjóðslegu kvefpestirnar hefðu uppi á manni. Búinn að liggja marflatur í hvað.. 3 daga held ég er þó að mestu úr tengslum við tímaskynið. Hitinn hefur eiginlega frekar farið hækkandi en hitt og ég var með 38,5 um miðjan daginn og því búinn að liggja í móki síðan.
Vonandi fyrirgefur vinnhópurinn minn í Húsagerð mér, ég skelf við tilhugsunina að hitta þau aftur þegar þau eru búin að vinna alla vinnuna.
Ábending, undanfarna daga hafa verið tvær fréttir í gangi, önnur um það hversu ömurlega veitingahúsarekstur gengur á Íslandi og hin um hátt áfengisverð. Hefur engum dottið í hug að hugsanlega séu þessar fréttir nátengdar? Nú er það alveg vel þekkt staðreynd að veitingahús græða á áfengissölu og nær engu öðru enda yrði matarverð hér enn svívirðilegra ef einhver framlegð væri af matnum. Væri ekki nær að kanna hvað það er sem veldur því að veitingahús standa ekki undir föstum kostnaði?

Veikindi og leiðindi

Uss það hlaut að koma að því að viðbjóðslegu kvefpestirnar hefðu uppi á manni. Búinn að liggja marflatur í hvað.. 3 daga held ég er þó að mestu úr tengslum við tímaskynið. Hitinn hefur eiginlega frekar farið hækkandi en hitt og ég var með 38,5 um miðjan daginn og því búinn að liggja í móki síðan.
Vonandi fyrirgefur vinnhópurinn minn í Húsagerð mér, ég skelf við tilhugsunina að hitta þau aftur þegar þau eru búin að vinna alla vinnuna.
Ábending, undanfarna daga hafa verið tvær fréttir í gangi, önnur um það hversu ömurlega veitingahúsarekstur gengur á Íslandi og hin um hátt áfengisverð. Hefur engum dottið í hug að hugsanlega séu þessar fréttir nátengdar? Nú er það alveg vel þekkt staðreynd að veitingahús græða á áfengissölu og nær engu öðru enda yrði matarverð hér enn svívirðilegra ef einhver framlegð væri af matnum. Væri ekki nær að kanna hvað það er sem veldur því að veitingahús standa ekki undir föstum kostnaði?

laugardagur, febrúar 12, 2005

Tekið á því með Ístaki

Vísindaferð til Ístaks í gær var með miklum sóma, kíkt á framkvæmdir á Grundartanga og svo haldið í höfuðstöðvarnar við Engjateig. Aðeins var rætt um það að stækkunin á álverinu þarna er í sjálfu sér ekki bara stækkun. Orðið stækkun gerir fremur lítið úr þessari rúmu tvöföldun á framleiðslugetunni, í raun er um að ræða nýtt álver í heild sinni og það skýrir mikinn rafmagnsþorsta iðnaðarins hér á landi.
Í kringum svæðið er nokkur trjárækt og þætti mér ekki óvitlaust að álfyrirtækin borguðu skógrækt víðs vegar um landið og ekki síst í nágreni við álverin. Svo sem eitt tré á hvert tonn af framleiddu áli ætti að vera í lagi tel ég. Reyndar þykir mér að álfyrirtækin megi láta meira og betra af sér leiða fyrir þetta samfélag hérna á Íslandi annað en að þiggja nær ókeypis rafmagn og láta byggja undir sig. Til dæmis ætti að vera til nám í efnisfræði, álframleiðslu og framleiðslu vöru úr áli. Einhverjir styrkir eru veittir meistaranemum í iðnaðarverkfræði en uppbygging þekkingar mætti vera markvissari.
En já ég er í þynnra lagi, vann í morgun hjá LSH við að pikka inn notendanöfn. Við Inga fórum svo í Gerðasafn að sjá sýningu á blaðaljósmyndum ársins, hún fór svo á Pressuballið en ég er á leið í partí með ritstjórn Stúdentablaðsins heima hjá Helgu Arnar. Við Leifur tökum svo á stærðfræðigreiningu á morgun kl. 1.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Glósur

Ég verð að minnast á síðu sem ég rakst á, Sparknotes sem er stútfull af glósum um ýmis efni. Við fljóta yfirferð sýndist mér amk til glósur um nær allt milli himins og jarðar. Vel þess virði að kíkja á ef rifja þarf upp einhver undirstöðuhugtök eða kenningar.

mánudagur, febrúar 07, 2005

Vínáhugi lítill meðal 3ja ársins

Enginn í bekknum hefur skráð sig í vínklúbbinn sem ég var að reyna að koma upp, Vinum tecnicum. Félagið er opið öllum þó má fólk gjarnan reyna að tengja sig tækni á einhvern hátt sbr. nafnið. Ætlunin er sem sagt að prufa nokkur af dýrari vínum Vínbúðanna en halda kostnaði per mann niðri með fjöldanum enda þarf ekki að drekka ýkja mikið af góðum vínum til að fylla nægju sína. (Ætli maður að fylla höfuðið þarf meira og þarfnast það ekki svo dýrra vína)
Reyndar var Inga með einhverja bók á heilanum í gærkvöldi um það af hverju franskar konur eru ekki feitar. Grunnpælingin var eitthvað á þá leið að frönsk menning leggur meira upp úr gæðum (bragði, bragðstyrk, áferð) en nokkurn tímann magni. Hver sá sem hefur skoðað veitingahús í BNA veit að þau eru drifin áfram af tilboðum til hins botnlausa maga. Þrátt fyrir allan lúxusmatinn í Frans er borðað minna af honum í einu og sumir réttir eru bara mjög hitaeiningasnauðir eins og t.d. ostrur og súpur. Hin hliðin á þessu debet/kredit mannslíkamans er bruninn en þar sigra franskar konur aftur og væntanlega menn líka en frakkarnir ganga að jafnaði þrisvar sinnum meira en kanarnir og ber það að þeim brunni sem borgarskipulagið er. Engin heilvita manneskja gengur í BNA (nema í N.Y. og Sanfransisco o.þ.h.) enda ekki til þess ætlast, sama gildir um suma hluta Reykjavíkur en Parísarbúar eins og við vitum ganga mun oftar enda til þess ætlast í skipulaginu þar.

Örninn flaug

Ég var bara nokkuð spenntur yfir Erninum í sjónbanum í gær. Gaman að sjá Benedikt Erlingsson tala alvarlega á dönsku í hlutverki flugmanns, ég bjóst samt eiginlega við að hann færi að góla svona eins og hann gerir og að ég myndi hlæja. En nei. M.a.s. sérsveitaratriðin voru mjög góð og þeir pössuðu líka upp á að rússneski mafíósinn dræpi með Kalishnikov AK47, hnefa byltingarinnar, sem ég kynnti hér á síðunni til skamms tíma.
Þættirnir lofa allaveganna góðu og útfærslan að leysa einn lið plottsins í hverjum þætt þykir mér nokkuð skemmtilegur. Þá verður svona stígandi í allri seríunni.
Annars hata ég veðrið í dag, er búinn að vera mjög þreyttur síðan ég vaknaði (lagaðist smá eftir að ég lagði mig eftir bollukaffi) og hef ekki alveg getað gert það sem ég ætlaði mér í lærdómi.

laugardagur, febrúar 05, 2005

Spítalaskip og sjúkur flugmaður

Sáum Spítalaskipið eftir Kristínu Ómarsdóttur í uppfærslu Nemendaleikhússins. Orri Huginn bauð mér og Ingu að koma og sjá. Ég er orðinn mjög hrifinn af þessum leikhóp í heild sinni, góð samverkun hjá krökkunum sem gerir sýningarnar skemmtilegar. Búningar og sviðsmynd voru hvort tveggja mjög töff og steikt. Frábærlega stutt leikrit líka, eitthvað sem ég kann vel við. Óhikað mæli ég með því að drífa sig á sýninguna hið fyrsta.

Hvaða áhrifa ætli Blöndalsvegur muni nú hafa á flugvöll í Vatnsmýri? Hugmynd Trausta Valssonar er að verða að veruleika ef þetta félag um hálendisveg stendur sig í stykkinu. Gæti verið áhugavert að reikna áhrif þessa valkostar á flugið. Verður það mastersverkefnið mitt?
Blönduósbúar og Skagfirðingar eru vitanlega ekkert of ánægðir með þetta. Ekki get ég heldur ímyndað mér að Borgnesingar séu yfir sig hrifnir. En þetta er bara til að benda á það að hlutverk flugs í samgöngum verður æ veigaminna.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Flugkappinn

Við Inga fórum á Aviator í gær, 3ja tíma epíska mynd með Leo DiCaprio um bandarískan auðkýfing á tímum seinni heimsstyrjaldar. Og nei hún var bara mjög skemmtileg. Þessum 3 tímum var ekkert ofaukið, Scorsese fór vel með tímann. Leonardo vex sífellt í áliti hjá mér og þessi gerð hlutverka á mjög vel við hann og tíminn rauna líka. Við sáum t.d. Reynd´að ná mér hér um árið og fannst Leo standa sig feikilega vel þar. Svo var það hún Cate Blanchett sem fór með hlutverk Katherine Hepburn í Aviator en var líka alveg rosaleg í Coffe and cigarettes, þá sem fræg leikkona og frænka hennar.
Ég get óhikað mælt með þessari og ekki get ég hjá því komist að mæla líka með Hliðarskrefi (Sideways) sem verið er að sýna m.a. í Regnboganum. Einhver albesta mynd sem ég hef séð þar. Alger gullöld kvikmynda þessar vikurnar verð ég að segja, ef það væri nú bara alltaf svo gott.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Auglýsinga meira

Enn önnur auglýsing með barni fleygðu/hrintu/dettandi. Í þetta sinn fleygði fullur frændi frænku sinni niður stiga þegar hann var að snúa henni í hringi. Þessar auglýsingar eru alveg að fara með mig. Ætli ég hætti ekki að keyra.

Svo eru það lögin sem eru elt, þegar þekkt lag er spilað næstum því en síðasta frasanum breytt örlítið svo að lagalega telst það ekki sama lagið og því ekki varið einkarétti. Þetta hafa þeir gert við gott lag Modest mouse og það sem verra var þegar Vísur Vatnsenda Rósu voru eltar í auglýsingu hér um daginn sem mér finnst nú eiginlega helgispjöll.

Merkilegt hvað auglýsingar geta líka verið táknrænar fyrir tiltekin tímabil. Til dæmis varð mér skyndilega hugsað til hverrar auglýsingarinnar á fætur annarri frá því í Svíþjóð í fyrra og mér fannst ég bara kominn í eldhúsið í Bergshamra. En er það ekki dulítið skrýtið (en þó mjög skiljanlegt) að auglýsingar geti verið svona mikill áhrifavaldur þótt maður muni jafnvel ekki einu sinni hvaða vöru þær voru að kynna.