Veikindi og leiðindi
Uss það hlaut að koma að því að viðbjóðslegu kvefpestirnar hefðu uppi á manni. Búinn að liggja marflatur í hvað.. 3 daga held ég er þó að mestu úr tengslum við tímaskynið. Hitinn hefur eiginlega frekar farið hækkandi en hitt og ég var með 38,5 um miðjan daginn og því búinn að liggja í móki síðan.
Vonandi fyrirgefur vinnhópurinn minn í Húsagerð mér, ég skelf við tilhugsunina að hitta þau aftur þegar þau eru búin að vinna alla vinnuna.
Ábending, undanfarna daga hafa verið tvær fréttir í gangi, önnur um það hversu ömurlega veitingahúsarekstur gengur á Íslandi og hin um hátt áfengisverð. Hefur engum dottið í hug að hugsanlega séu þessar fréttir nátengdar? Nú er það alveg vel þekkt staðreynd að veitingahús græða á áfengissölu og nær engu öðru enda yrði matarverð hér enn svívirðilegra ef einhver framlegð væri af matnum. Væri ekki nær að kanna hvað það er sem veldur því að veitingahús standa ekki undir föstum kostnaði?