þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Auglýsinga meira

Enn önnur auglýsing með barni fleygðu/hrintu/dettandi. Í þetta sinn fleygði fullur frændi frænku sinni niður stiga þegar hann var að snúa henni í hringi. Þessar auglýsingar eru alveg að fara með mig. Ætli ég hætti ekki að keyra.

Svo eru það lögin sem eru elt, þegar þekkt lag er spilað næstum því en síðasta frasanum breytt örlítið svo að lagalega telst það ekki sama lagið og því ekki varið einkarétti. Þetta hafa þeir gert við gott lag Modest mouse og það sem verra var þegar Vísur Vatnsenda Rósu voru eltar í auglýsingu hér um daginn sem mér finnst nú eiginlega helgispjöll.

Merkilegt hvað auglýsingar geta líka verið táknrænar fyrir tiltekin tímabil. Til dæmis varð mér skyndilega hugsað til hverrar auglýsingarinnar á fætur annarri frá því í Svíþjóð í fyrra og mér fannst ég bara kominn í eldhúsið í Bergshamra. En er það ekki dulítið skrýtið (en þó mjög skiljanlegt) að auglýsingar geti verið svona mikill áhrifavaldur þótt maður muni jafnvel ekki einu sinni hvaða vöru þær voru að kynna.

1 Comments:

Blogger Hugadottir said...

Þetta eru ömurlegar auglýsingar - eins og allar þessar auglýsingar sem hafa verið að koma frá Umferðarstofu. Þetta fær fólk ekkert til að hægja á sér, eina sem þetta gerir er að fá fólk (sem keyrir almennilega) til að líða illa og auka á kvíða og ótta við umferðina. Þeir sem keyra eins og asnar halda bara áfram að gera það, þeim er alveg sama... ekki eins og þeir viti ekki að þeir og aðrir eru dauðlegir. Þeim er bara alveg sama og ekkert eftirlit með þeim.

Hvernig væri að prófa jákvæðan áróður sem virkar? Hittir í mark hjá unglingum sem eru að fara að læra á bíl. Skylda unga ökumenn til að vera á bílum með ákveðinni vélastærð (eins og í Bretlandi), með hraðastilli eins og Dominos og ökuritamæla og bara yfirleitt þjálfa þá betur?

Svo er alveg fáránlegt að sýna þessa auglýsingu með barninu sem dettur af svölum í ljósi þess að börn eru í raun og veru að detta af svölum (sbr. 5 ára stúlku í gær) og asnaleg auglýsingin með jarðaförinni þar sem ung stúlka syngur "nú ertu dáinn, alveg út í bláinn". Þessi morbid áróður er kominn út í öfgar og smábörn eru að fá kvíðaköst eftir að horfa á þetta. Hvernig datt þeim t.d. í hug að láta þessa stelpu syngja þetta, jaðrar við barnaofbeldi!!!

Geturðu ekki sent Umferðastofu línu, búið til undirskriftarlista gegn þessum auglýsingum eða eitthvað svoleiðis?

12:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home