Flugkappinn
Við Inga fórum á Aviator í gær, 3ja tíma epíska mynd með Leo DiCaprio um bandarískan auðkýfing á tímum seinni heimsstyrjaldar. Og nei hún var bara mjög skemmtileg. Þessum 3 tímum var ekkert ofaukið, Scorsese fór vel með tímann. Leonardo vex sífellt í áliti hjá mér og þessi gerð hlutverka á mjög vel við hann og tíminn rauna líka. Við sáum t.d. Reynd´að ná mér hér um árið og fannst Leo standa sig feikilega vel þar. Svo var það hún Cate Blanchett sem fór með hlutverk Katherine Hepburn í Aviator en var líka alveg rosaleg í Coffe and cigarettes, þá sem fræg leikkona og frænka hennar.
Ég get óhikað mælt með þessari og ekki get ég hjá því komist að mæla líka með Hliðarskrefi (Sideways) sem verið er að sýna m.a. í Regnboganum. Einhver albesta mynd sem ég hef séð þar. Alger gullöld kvikmynda þessar vikurnar verð ég að segja, ef það væri nú bara alltaf svo gott.
1 Comments:
Þú verður líka að sjá Napoleon Dynamite. (Er búinn að tala soldið mikið um hana).
Skrifa ummæli
<< Home