Örninn flaug
Ég var bara nokkuð spenntur yfir Erninum í sjónbanum í gær. Gaman að sjá Benedikt Erlingsson tala alvarlega á dönsku í hlutverki flugmanns, ég bjóst samt eiginlega við að hann færi að góla svona eins og hann gerir og að ég myndi hlæja. En nei. M.a.s. sérsveitaratriðin voru mjög góð og þeir pössuðu líka upp á að rússneski mafíósinn dræpi með Kalishnikov AK47, hnefa byltingarinnar, sem ég kynnti hér á síðunni til skamms tíma.
Þættirnir lofa allaveganna góðu og útfærslan að leysa einn lið plottsins í hverjum þætt þykir mér nokkuð skemmtilegur. Þá verður svona stígandi í allri seríunni.
Annars hata ég veðrið í dag, er búinn að vera mjög þreyttur síðan ég vaknaði (lagaðist smá eftir að ég lagði mig eftir bollukaffi) og hef ekki alveg getað gert það sem ég ætlaði mér í lærdómi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home