laugardagur, febrúar 05, 2005

Spítalaskip og sjúkur flugmaður

Sáum Spítalaskipið eftir Kristínu Ómarsdóttur í uppfærslu Nemendaleikhússins. Orri Huginn bauð mér og Ingu að koma og sjá. Ég er orðinn mjög hrifinn af þessum leikhóp í heild sinni, góð samverkun hjá krökkunum sem gerir sýningarnar skemmtilegar. Búningar og sviðsmynd voru hvort tveggja mjög töff og steikt. Frábærlega stutt leikrit líka, eitthvað sem ég kann vel við. Óhikað mæli ég með því að drífa sig á sýninguna hið fyrsta.

Hvaða áhrifa ætli Blöndalsvegur muni nú hafa á flugvöll í Vatnsmýri? Hugmynd Trausta Valssonar er að verða að veruleika ef þetta félag um hálendisveg stendur sig í stykkinu. Gæti verið áhugavert að reikna áhrif þessa valkostar á flugið. Verður það mastersverkefnið mitt?
Blönduósbúar og Skagfirðingar eru vitanlega ekkert of ánægðir með þetta. Ekki get ég heldur ímyndað mér að Borgnesingar séu yfir sig hrifnir. En þetta er bara til að benda á það að hlutverk flugs í samgöngum verður æ veigaminna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home