laugardagur, febrúar 12, 2005

Tekið á því með Ístaki

Vísindaferð til Ístaks í gær var með miklum sóma, kíkt á framkvæmdir á Grundartanga og svo haldið í höfuðstöðvarnar við Engjateig. Aðeins var rætt um það að stækkunin á álverinu þarna er í sjálfu sér ekki bara stækkun. Orðið stækkun gerir fremur lítið úr þessari rúmu tvöföldun á framleiðslugetunni, í raun er um að ræða nýtt álver í heild sinni og það skýrir mikinn rafmagnsþorsta iðnaðarins hér á landi.
Í kringum svæðið er nokkur trjárækt og þætti mér ekki óvitlaust að álfyrirtækin borguðu skógrækt víðs vegar um landið og ekki síst í nágreni við álverin. Svo sem eitt tré á hvert tonn af framleiddu áli ætti að vera í lagi tel ég. Reyndar þykir mér að álfyrirtækin megi láta meira og betra af sér leiða fyrir þetta samfélag hérna á Íslandi annað en að þiggja nær ókeypis rafmagn og láta byggja undir sig. Til dæmis ætti að vera til nám í efnisfræði, álframleiðslu og framleiðslu vöru úr áli. Einhverjir styrkir eru veittir meistaranemum í iðnaðarverkfræði en uppbygging þekkingar mætti vera markvissari.
En já ég er í þynnra lagi, vann í morgun hjá LSH við að pikka inn notendanöfn. Við Inga fórum svo í Gerðasafn að sjá sýningu á blaðaljósmyndum ársins, hún fór svo á Pressuballið en ég er á leið í partí með ritstjórn Stúdentablaðsins heima hjá Helgu Arnar. Við Leifur tökum svo á stærðfræðigreiningu á morgun kl. 1.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home