sunnudagur, ágúst 21, 2005

Eftir menningardaginn

Það er greinilegt að Menningarnótt er í raun engin Menningarnótt heldur Menningardagur, amk talar löggan um þetta þannig og að svo fylgi óMenningarnóttin á eftir Menningardeginum. En þetta var nú bara ágætis skemmtun í heildina litið. Að fá að sjá Frímúrarahúsið fannst mér eiginlega best, alveg sérstaklega skemmtilegt. Mjög ríkmannlega búið verð ég að segja og greinilegt að menn hafa safnað miklum fjárhæðum í langan tíma til að koma þessu upp. Nú er bara að brýna FRF meðlimi til að gera álíka umbúnað um starfsemi sína....
Ætli göngutúr sé ekki það sem ég þarf núna, kíkjum á það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home