laugardagur, ágúst 06, 2005

Eyðsla bílvéla

þeir sem vilja verja einkabílismann sama hvað með ráðum og dáðum benda oft réttilega á að með betri tækni batni nýtni bílvéla. Og þetta hafa verið nokkuð sterk rök fyrir því að breyta engu í því hvernig við högum akstri okkar heldur halda áfram á sömu braut og láta tækniframfarirnar minnka bensíneyðsluna til jafns við aukinn akstur. En nú hefur umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna sýnt fram á það sem umhverfis umhugað fólk hefur alltaf vitað, að þetta er ekki raunin. Raunin er sú að bílar hafa sífellt þyngst og því hefur bensínsparnaður tækninnar bara farið í að draga áfram hinn aukna þunga. Ef hins vegar eyðsla á bílþyngd er skoðuð má sjá bætta nýtingu orkunnar. Mest varð aukningin á ?mílum á gallon? á áttunda áratugnum eftir bensínkreppuna en þróunin hin síðustu ár hefur verið mun hógværari. Skoðið grein um málið á Green car congress, veitið sérstaklega athygli skýrum og einföldum gröfum sem fylgja greininni.

1 Comments:

Blogger Egill said...

Hey! Dude, where is my medding! Til hamingju maður og náttúrulega líka tilvonandi kona.

2:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home