föstudagur, ágúst 19, 2005

Það var eitthvað með fötin

Ég var á mínu venjubundna rölti á leið heim úr vinnu í gær en þá þykir mér svo ágætt að ganga í hægðum mínum um miðbæinn. Ég fór að veita því athygli hversu mikið fatasmekkur landans hafði batnað, skyndilega var annar hver karl orðinn frekar snyrtilegur til fara og sumir höfðu greinilega haft nokkuð fyrir að eignast fín jakkaföt. Bindishnútarnir voru vel hnýttir og skórnir burstaðir. Það var svo ekki fyrr en ég varð þess áskynja að þetta væri frekar strolla en dreifður mannfjöldi, strolla sem náði frá Melunum að það rifjaðist upp fyrir mér frétt sem ég hafði lesið. Lögfræðingarnir koma var fyrirsögnin enda norrænt lögfræðingaþing í bænum.

Merkilegur þáttur í gærkvöldi, ?Holdið er veikt? sem staðfesti það sem allt venjulegt fólk vissi, að Kaþólskur siður er bara pervertismi í dulbúningi guðsástar. Skírlífið og píslin hefur aldrei snúist um nálægð við guð heldur eingöngu það að byggja upp spennu og fá losun á réttu augnabliki, þ.e. með Hann fyrir ásjónu sér en ekki ástvin sinn.

Hefur ekki einhver áhuga á að fá betra Ríki í miðbæinn? Sendið póst.

2 Comments:

Blogger bragur said...

Gengur um í hægðum þínum?

11:28 f.h.  
Blogger Sverrir Bollason said...

Já finnst þér eitthvað að því eða?

12:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home