föstudagur, ágúst 12, 2005

Vælukapítal

Nú er ég ekki maður sem setur sig upp á móti því þegar ríkið vill hjálpa til í samfélaginu þar sem þess er þörf. En mér finnst þessi hvatning FÍB til stjórnvalda um að lækka bensínskatt algert vælukjóa vein. Það er ekki eins og að hækkandi bensínverð hafi haft þau áhrif að rekstrarkostnaður vegakerfisins hafi minnkað. Hvernig geta menn ætlast til þess að ríkið komi að bjarga málum þegar þeir hafa ekkert lagt til lausnarinnar sjálfir?
Það er í raun og veru ekki einingarverð bensíns eða dísel olíu sem er vandamálið heldur er það heildarkostnaður bílreksturs sem er þungur baggi á fólki. Ef bensínverðið væri aðalvandamálið þá væri fólk kannski farið að hugsa út í stærð og hagkvæmni bílvélanna sem það kaupir. En svo er ekki og fólk heldur áfram að kaupa dýra bíla í von um að skattar á bensín verði lækkaðir. FÍB er sem sagt að biðja ríkið um að niðurgreiða dýran smekk landsmanna fyrir stórum jeppum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home