Veikindaplogg
Nú hef ég legið í á sjötta dag í veikindum og er farið að leiðast svo að ég held bloggfærsla gæti jafnvel drepið niður leiðindin. Kannski munu þá einhverjir með RSS yfirlit yfir bloggið mitt hafa samband og vekja veikann andann minn.
Í veikindum síðustu daga hef ég eignast nýjan vin, sjónvarpið. Ég er alveg flæktur í mikið sjónvarpsnet núna, sérstaklega var gaman þessa tvo daga sem það var opið fyrir stöð 2. þeir á 365 gleymdu nefnilega að kveikja á ruglaranum sínum eftir rafmagnsleysið hér um daginn (ég er hættur að gera dagamun, afsakið). Ég sakna þess mjög að geta ekki horft á rugludallana í Simpsons fjölskyldunni. Kannski verð ég bara að leita á netið eftir efni?
Fékk einhver annar en ég rosalegan bjánahroll við að lesa um það hvernig Kiri Te Kenawa þurfti að biðja fólk um að slökkva á símanum sínum í tvígang? Ég meina hvers konar hálfviti eyðileggur vísvitandi fyrir sjálfum sér 10.000 króna miða með því að vera í sífelldu spennukasti, bíðandi eftir því að Nokia konsertinn hefjist í brjóstvasanum? Nei svona fólk á heima á Litla Hrauni enda búið að valda tugþúsunda króna skaða, spurning hvenær fyrsta skaðabótamálið vegna símhringingar verður höfðað og hvort hægt sé að fá eitthvað út úr því?
2 Comments:
Va, eg var einmitt ad fara ad kommenta hja ther hvad thu vaerir omurlegur bloggari og aettir ekkert annad skilid en ad vera beittur svipu. Nu se eg hins vegar ad thu ert kominn til vits aftur, enda hefur thurft eitthvad til, eins og veikindi. Eg segi nu bara eins og annar madur mer aedri (Locke i LOST, gedveikur gaur); kannski thurftirdu bara einhverja aedri reynslu til ad baedi verdskulda ad gera hlutina rett og geta thad. Allt i einu! Thetta er dasamlegt. Eg er eitthvad puny veikur, adallega med drullu i halsinum og svona, en thad er allt i lae thvi thad er komin helgi og eitthvad og Eiki er i heimsokn, gebbad fjor. Eg var i tima adan og song eins og bondaros og er ad fara ad skylmast a eftir vid mini-troll, sem verdur eflaust skemmtilegt.
En hey, lattu ther nu batna og sorri ad eg skuli blogga a bloggid thitt, thad er bara miklu skemmtilegra heldur en ad lifa eigin blogglifi. Kannski er eg crossblogger?
Ja, gleymdi lika ad minnast a adalatridid med Kiri... Otrulegt ad thad skuli alltaf eitthvad svona gerast thegar hun heldur tonleika... Sidast var einhver fullur kall sem var ekki haegt ad thagga nidur i og olli geysilegum vandraedum og havada og svona almennum bjanahrolli. Eg hef heldur aldrei skilid thetta med simana, er folk virkilega svona otrulega heimskt? I alvoru, eg meina thad. Eftir oll thessi ar af thvi ad hamra a thvi ad slokkva a simum, tha hlytur bara ad vera eitthvad mikid ad og gengur ekki ad bera fyrir sig gleymsku, thvi madur er ju alltaf minntur a thetta. Hilsen.
Skrifa ummæli
<< Home