þriðjudagur, janúar 30, 2007

Afmæli

Já það er engum blöðum um það að flett að ég á afmæli í dag. Nokkur símtöl og tölvupóstar hafa borist það sem af er degi en ég tek við hamingjuóskum fram til miðnættis.
Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að konan mín ætli að gefa mér Sushi að kjamsa á í kvöld. Svo keypti ég kampavínsflösku fyrir jólin sem ég held að sé kominn tími á að smakka á.
Nokkrar gjafir hafa borist en þeim mun ég taka við til vikuloka. Inga Rún gaf mér gullfallegar skóhlífar af gerðinni Swims. Foreldrar mínir gáfu mér grillpönnu, svuntu og hnífapör. Svo var það meistari Trausti Valsson sem gaf mér áritað eintak af nýjustu bók sinni: ?How the world will change with global warming.?

1 Comments:

Blogger Sverrir Bollason said...

Virkar þetta athugasemdakerfi ekki?

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home