miðvikudagur, janúar 24, 2007

Kúl að blogga?

Stundum getur maður nú saknað þess að blogga ekki. Eftir að hafa tékkað aðeins á málum get ég ekki séð betur en að það er frekar kúla að blogga ennþá. En á maður kannski að vera á blog.is? Er það meira kúl en blogger? Nei.
Kannski sakna einhverjir lesendur mín bæði í raun og líka á neti. Á netinu hef ég verið meira eða minna horfinn á fjöllum. En í raun hef ég verið í Köben. Góðu fréttirnar eru þær að ég ætla að vera til staðar á neti og í raun um ókomna framtíð. Næstu helgi kem ég aftur heim en fyrst er að taka próf í skipulagsverkefni sem ég hef verið að vinna í síðan í september. Svo verður að sjálfsögðu partí eftir það og þar á eftir mun stórvinur minn Kenneth Breiðfjörð halda afmælisveislu hér í borg. Pökkuð dagskrá eða hvað.
Ég er núna orðinn Röskvu maður. Það kemur kannski ekki sérstaklega á óvart. Ég er frjálslyndur félagshyggjumaður, Atli bróðir minn er í SHÍ fyrir Röskvu og Einar elsti bróðir var í framboði fyrir Röskvu. Sá er að vísu meiri frjálshyggjumaður en flestir í dag og rekur kapítal fyrirtæki í Svíþjóð. (Sem er að vísu dálítið fyndið.) Markmið mitt með því að vera með Röskvu er að koma meistaranemum og þeirra aðbúnaði frekar á kortið. Þetta er ört stækkandi hópur sem þarf sinn málsvara í SHÍ. Þar sem ég útskrifast vonandi í vor verð ég þó bara með um stutta stund.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home