mánudagur, janúar 29, 2007

Ó sjitt

Síðustu dagarnir í DK voru nú erfiðir. Fyrst var lokapartí eftir risa skipulagskúrsinn minn. Prófinu lauk og ég bauð hópnum mínum upp á kampavín og það setti bara tóninn fyrir skemmtilegt kvöld.
Daginn eftir, þ.e. á laugardagskvöldið, var meistari Kenneth Breiðfjörð mættur til að halda upp á þrítugsafmælið sitt. Mikið af félögum hans úr verkfræðinni eru í námi þar svo það var bara ákveðið að halda partíið þar sem fólkið er. Ekki svo galið og ekki svo galið partí. Kenneth tók yfir Pilegården og bauð upp á bjór ofan í liðið. (Sjálfur kann hann að hafa drukkið einn eða tvo umfram.)
Á leiðinni heim fékk ég mér kjúklinga kebab á Runddelens King of Kebab no. 1. Eitthvað fannst mér vera orðið fönkí bragð af honum. Byrjaði svo ferðadaginn á að skila honum sömu leið og hann kom inn. Og það setti bara tóninn fyrir daginn. Ógleði og flugvélar, flugvellir og strætisvagnar... kokteill vanlíðunar. Ég er nú allur að koma til sem bendir til að ég hafi bara fengið gubbupest að heiman frá þessu víðreista liði í afmælinu. En ég held mig samt við þá skýringu að ég hafi í raun fengið matareitrun.
Ætla að taka því með rólegra móti í dag og skelli mér svo í baráttuna með Röskvu á morgun ef guð lofar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home