Þyrping á norðurkantinum
Fréttin um hverfið sem Þyrping vill reisa á landfyllingum norðan Örfiriseyjar er mjög áhugaverð fyrir flest annað en fréttina sjálfa.
Í fyrsta lagi má lesa úr orðum framkvæmdastjórans að skipulagning byggðar á svæðinu sé hugarfóstur Þyrpingar og að með framkvæmdunum sé Þyrping að bjarga miklu í baklandi miðborgarinnar. Hins vegar vita það allir að Aðalskipulag sem var samþykkt fyrir um 6 árum síðan gerir ráð fyrir byggð á landfyllingum á norðanverðu Nesinu, að vísu nokkuð vestar. Sú hugmynd var töluvert gagnrýnd fyrir það að standa uppi í rokinu af Sundunum og fyrir að vera á landfyllingum.
Viðbrögð Björns Inga eru líka mjög sérstök. Hann tekur þann pólinn í hæðina að vera spenntur og jákvæður sem eru einmitt klisjuviðbrögð íslenskra stjórnmálamanna. Hann bendir þó á að eftirspurn eftir landi á þessu svæði sé töluverð og að skipulagi þurfi að breyta. En hvergi er minnst á þátt borgarbúa í þeim breytingum.
Það er ljóst að við erum komin í sama gamla farið í Reykjavíkurborg.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home