fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Stúdentaráðsskipti

Í dag var skiptafundur í Stúdentaráði. Frekar fyndin athöfn með sérkennilegum (en nauðsynlegum) handauppréttingum.
Skipan í nefndir var frestað þangað til eftir helgi skv. tillögu frá Vöku sem er sennilega enn að plotta hvernig það skuli gerast í sínum röðum. Held að ég verði tilnefndur í eina nefnd, meira um það síðar.
MS verkefnið er byrjað að fljóta, ég er kominn af stað með bóka- og greinalestur. Einhverjar hugmyndir eru komnar á blað en ekkert skrifað þannig lagað.
Keypti belti á útsölu á Indriða vörum í Saltfélaginu. Systkinin Styrmir og Marta stóðu vaktina eins og hetjur, ekkert kort fer út nema með smá yl í veskinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home